Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   lau 21. nóvember 2020 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilamennska Newcastle gagnrýnd - Gerði McManaman brjálaðan
Frammistaða Newcastle í 2-0 tapinu gegn Chelsea var gagnrýnd á BT Sport þar sem leikurinn er sýndur í Bretlandi.

Jake Humphrey stýrði umræðunni á BT Sport með tvo fyrrum landsliðsmenn Englands með sér í setti, þá Joe Cole og Jermaine Jenas.

Humphrey var harðorður í gagnvart Newcastle og frammistöðu þeirra í leiknum.

„Þrjátíu og þrjár mínútur búnar. (Newcastle) búið að vera 19 prósent með boltann og hafa ekki átt skot á markið. Hvar er þráin hjá Newcastle? Hvaða plani hafa þeir unnið að síðustu tvær vikur? Eins og æfingaleikur fyrir Chelsea," skrifaði Humphrey á Twitter.

„Sumir halda að stuðningsmenn Newcastle vilji Meistaradeildarfótbolta. Þeir vilja það ekki, í dag vilja þeir bara að liðið sitt eigi skot á markið," sagði Humphrey jafnframt.

Steve McManaman, fyrrum leikmaður Liverpool og Real Madrid, lýsti leiknum og hann var ekki heldur hrifinn af því sem hann sá frá Newcastle. Undir lok leiksins átti Newcastle innkast nálægt marki Chelsea og boltinn endaði hjá Karl Darlow, markverði heimamanna.

„Þetta gerir mig brjálaðan. Þeir eiga innkast við vítateig Chelsea og boltinn endar hjá markverði þeirra. Hvernig gerist þetta? Hvernig gerist þetta? Þú ert 2-0 undir og það eru sjö mínútur eftir. Þú átt innkast á hættulegu svæði og þú ferð 90 jarda til baka."

Steve Bruce, stjóri Newcastle, svaraði fyrir gagnrýnina eftir leik og sagði hann: „Það verður alltaf einhver gremja. Það vantaði mikilvæga pósta hjá okkur. Chelsea er mjög gott lið. Við fengum þrjú góð tækifæri og gegn stóru liðunum verður þú að taka nýta þau."

Hér að neðan má sjá stöðuna í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner