lau 21. nóvember 2020 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Haaland skoraði fjögur í seinni hálfleik
Erling Braut Haaland skoraði þrennu á fimmtán mínútum og gerði svo fjórða markið á 79. mínútu
Erling Braut Haaland skoraði þrennu á fimmtán mínútum og gerði svo fjórða markið á 79. mínútu
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Braut Haaland skoraði fjögur mörk er Borussia Dortmund vann Herthu Berlín 5-2 í þýsku deildinni í kvöld en öll mörkin gerði hann í síðari hálfleik.

Haaland var búinn að gera 6 deildarmörk í jafnmörgum leikjum fyrir leikinn í kvöld en Hertha Berlín leiddi með einu marki þegar dómarinn flautaði til loka fyrri hálfleiks.

Eitthvað gerði Norðmaðurinn í hálfleik til að koma sér í gírinn en strax á 47. mínútu jafnaði hann metin og tveimur mínútum síðar kom hann Dortmund yfir. Hann fullkomnaði síðan þrennu sína á 62. mínútu og þar með kominn með þrennu á fimmtán mínútum.

Raphael Guerreiro bætti við fjórða markinu átta mínútum síðar áður en Matheus Cunha minnkaði muninn úr vítaspyrnu. Haaland gerði fjórða markið innan við mínútu síðar og þar með fimmtánda mark hans í tólf leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Hann fór af velli á 86. mínútu og kom undrabarnið, Youssoufa Moukoko, inn á í hans stað en Moukoko varð 16 ára gamall í gær og því formlega löglegur með Dortmund í dag.

Eintracht Frankfurt og RB Leipzig gerðu þá 1-1 jafntefli. Aymen Barkok kom Franfkurt yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en danski framherjinn Youssouf Poulsen jafnaði á 57. mínútu.

Dortmund er í öðru sæti með 18 stig, Leipzig í fjórða sæti með 17 stig, Frankfurt með 11 stig í ellefta sæti og Hertha Berlín í þrettánda sæti með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Eintracht Frankfurt 1 - 1 RB Leipzig
1-0 Aymen Barkok ('43 )
1-1 Yussuf Poulsen ('57 )

Hertha 2 - 5 Borussia D.
1-0 Matheus Cunha ('33 )
1-1 Erling Haland ('47 )
1-2 Erling Haland ('49 )
1-3 Erling Haland ('62 )
1-4 Raphael Guerreiro ('70 )
2-4 Matheus Cunha ('79, víti )
2-5 Erling Haaland ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner