Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mán 21. nóvember 2022 07:00
Elvar Geir Magnússon
Leikvangur í nærmynd: Sá eini sem var ekki byggður sérstaklega fyrir mótið
Khalifa þjóðarleikvangurinn
Khalifa leikvangurinn tekur 40 þúsund áhorfendur.
Khalifa leikvangurinn tekur 40 þúsund áhorfendur.
Mynd: Getty Images
HM er farið af stað og Fótbolti.net heldur áfram að skoða leikvangana í Katar í nærmynd. Nú beinum við kastljósinu að eina leikvanginum af þeim átta sem notaðir eru á mótinu sem ekki var byggður sérstaklega fyrir mótið.

Það er Khalifa þjóðarleikvangur en þar mun leikur Englands og Írans verða spilaður í dag. Alls verða átta leikir mótsins á vellinum, þar á meðal bronsleikurinn.

Ráðist var í endurbætur á leikvanginum fyrir mótið og var hann stækkaður um tíu þúsund áhorfendur, hann tekur 40 þúsund áhorfendur. Þá var sett upp glænýtt loftræstikerfi og LED ljós til að auka upplifun áhorfenda.

Upphaflega var leikvangurinn byggður 1976 en þar hefur meðal annars verið spilað á Asíumótinu og HM félagsliða auk þess sem HM í frjálsum íþróttum fór þar fram 2019.

Völlurinn er rétt við Aspire svæðið glæsilega og á honum lék Ísland vináttulandsleik gegn Svíþjóð í upphafi árs 2019. Í leik sem fór fram utan landsleikjaglugga.

Taktu flugið í skoðunarferð um Khalifa leikvanginn:


Kynningarmyndband vallarins:


Sjá einnig:
Al Bayt leikvangurinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner