Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 21. nóvember 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Leikvangur í nærmynd: Settur saman úr 974 gámum
974 leikvangurinn tekur 40 þúsund áhorfendur.
974 leikvangurinn tekur 40 þúsund áhorfendur.
Mynd: Getty Images
Leikvangurinn sem við beinum sjónum okkar nú að er 974 leikvangurinn, einstakur leikvangur sem reistur var til bráðabirgða við hafnarsvæðið í Doha.

Hann verður notaður í fyrsta sinn á HM á morgun þegar Mexíkó og Pólland eigast við. Sex leikir í riðlinum fara fram á vellinum og einn leikur í 16-liða úrslitum.

Leikvangurinn var reistur með því að nota vottaða flutningagáma og stáleiningar. Hann verður einfaldlega tekinn niður að mótinu loknu en einingarnar verður hægt að nota til að reisa hann á öðrum stað eða jafnvel reisa minni völl.

974 leikvangurinn var vígður í nóvember í fyrra þegar Sameinuðu arabísku furstadæmin mættu Sýrlandi á vellinum. Hann tekur 40 þúsund áhorfendur.

Taktu flugið í skoðunarferð um 974 leikvanginn


Kynningarmyndband vallarins:


Sjá einnig:
Al Bayt leikvangurinn
Khalifa þjóðarleikvangurinn
Athugasemdir
banner
banner