Þýska karlalandsliðið tapaði fyrir Austurríki, 2-0, í vináttulandsleik í Vín í kvöld.
Þjóðverjar verða gestgjafar á Evrópumótinu á næsta ári og tóku því ekki þátt í undankeppninni.
Liðið hefur því undirbúið sig með vináttulandsleikjum en það gekk ekkert alltof vel í kvöld.
Marcel Sabitzer kom Austurríki í 1-0 á 29, mínútu og þá var Leroy Sane, leikmaður þýska liðsins, rekinn af velli snemma í þeim síðari.
Christoph Baumgartner, leikmaður Leipzig, gerði út um leikinn með öðru marki heimamanna tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Þjóðverjar hafa aðeins unnið þrjá af ellefu vináttulandsleikjum sínum síðasta árið.
Robert Lewandowski var þá á skotskónum í 2-0 sigri Póllands á Lettlandi. Przemyslaw Frankowski, leikmaður Lens, skoraði einnig í leiknum.
Pólland 2 - 0 Lettland
1-0 Przemyslaw Frankowski ('7 )
2-0 Robert Lewandowski ('48 )
Austurríki 2 - 0 Þýskaland
1-0 Marcel Sabitzer ('29 )
2-0 Christoph Baumgartner ('73 )
Rautt spjald: Leroy Sane ('49, Þýskaland)
Írland 1 - 1 Nýja-Sjáland
1-0 Adam Idah ('28 )
1-1 Matthew Garbett ('59 )
Athugasemdir