Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 22. janúar 2020 23:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjarnafæðismótið: KA3 lagði Samherja að velli
Steini Eiðs var annar af þjálfurum KA3 í kvöld.
Steini Eiðs var annar af þjálfurum KA3 í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
KA3 3 - 1 Samherjar

Einn leikur fór fram í B-deild Kjarnafæðismótsins þegar KA3 mætti Samherjum í Boganum.

KA menn sigruðu leikinn með þrem mörkum gegn einu. Eysteinn Bessi Sigmarsson kom Samherjum yfir á 20. mínútu þegar hann slapp í gegn, lék á marvörð KA og lagði boltann í netið.

Sveinn Sigurbjörnsson jafnaði fyrir KA eftir hornspyrnu á 43. mínútu og strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði leikmaður Samherja, Björgvin Daði Sigurbergsson, sjálfsmark eftir darraðadans í teignum.

Sveinn Sigurbjörnsson skoraði svo 3. mark KA eftir að Samherjamenn töldu sig hafa bjargað á marklínu, en aðstoðardómarinn var vel staðsettur og dæmdi boltann inni.

3-1 sigur KA3 staðreynd. Samherjar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa í mótinu en þetta var annar leikur KA3, liðið tapaði gegn Hetti/Huginn í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner