Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 22. janúar 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal í viðræðum við leikmann Valladolid
Mynd: Getty Images
Topplið Arsenal er í viðræðum við Real Valladolid um kaup á spænska hægri bakverðinum Ivan Fresneda en það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Umboðsmaður Fresneda var mættur á æfingasvæði Arsenal í síðustu viku þar sem hann ræddi við félagið en hann nýtti ferðina og ræddi við nokkur önnur félög í leiðinni.

Fresneda, sem er 18 ára gamall, var á bekknum hjá Valladolid í 3-0 tapinu gegn Atlético Madríd í gær og gæti það gefið til kynna að hann sé á förum.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að Arsenal sé í viðræðum við Valladolid og að frekari frétta sé að vænta á næstu dögum.

Spánverjinn hefur komið við sögu í ellefu leikjum með Valladolid á tímabilinu en hann gæti verið annar leikmaðurinn sem Arsenal fær í þessum glugga á eftir Leandro Trossard.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner