Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 17:07
Elvar Geir Magnússon
Frank spurður út í meiðslavandræðin og áhuga Liverpool á Van de Ven
Thomas Frank, stjóri Tottenham.
Thomas Frank, stjóri Tottenham.
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Tottenham heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en það hefur verið bras á Spurs á tímabilinu.

Það er mikil pressa á Dananum en Tottenham er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö sigra í 22 leikjum.

Í vikunni sagðist Frank finna fyrir trausti frá stjórninni og hann hélt áfram á sömu nótum á fundinum í dag.

„Ég hef fengið framúrskarandi stuðning frá félaginu í gegnum tímabilið. Það eru allir á sömu blaðsíðu og það er margt sem er á leið í rétta átt," segir Frank sem stýrði Tottenham til 2-0 sigurs gegn Dortmund í Meistaradeildinni í vikunni.

Eins og það séu álög á okkur
Lucas Bergvall bættist á meiðslalista Tottenham í dag en þar voru fyrir James Maddison, Rodrigo Bentancur, Mohammed Kudus, Dejan Kulusevski, Ben Davies, Richarlison og Joao Palhinha.

„Óheppnin eltir okkur, það er eins og það séu álög á okkur. En meiðsli eru hluti af fótboltanum. Næsta sem við þurfum að gera er að sjá hvernig við getum endurheimt leikmenn sem fyrst," segir Frank.

Um framtíð Van de Ven
Hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven er sagður undir smásjá Liverpool. Frank var spurður út í þær sögusagnir á fréttamannafundinum.

„Hann virðist ánægður hjá okkur, ánægður eftir sigurinn í vikunni. Hann er magnaður leikmaður og magnaður talsmaður félagsins. Hann er að vaxa sem leiðtogi. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og verður það í framtíðinni," svaraði Frank.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner