Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 10:47
Elvar Geir Magnússon
Frank fór í hádegismat með stjórn Tottenham og finnur fyrir trausti
Það er stormur í kringum Tottenham.
Það er stormur í kringum Tottenham.
Mynd: EPA
Mynd: Twitter
Thomas Frank, stjóri Tottenham, segist finna fyrir stuðningi og trausti frá yfirmönnum sínum. Margir stuðningsmenn Tottenham hafa kallað eftir því að Frank verði látinn fara eftir slæmt gengi og þá þykir skemmtanagildið ekki mikið.

Það er mikil pressa á Dananum en Tottenham er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö sigra í 22 leikjum. Tottenham tapaði gegn West Ham á laugardaginn en það var sjötta tap liðsins á heimavelli á þessu tímabili.

Frank verður með stjórnartaumana í kvöld þegar Tottenham fær Dortmund í heimsókn í Meistaradeildinni.

Frank greindi frá því að hann hefði átt gott spjall við þrjá af æðstu mönnum félagsins í hádeginu í gær. Það eru framkvæmdastjórinn Vinai Venkatesham, íþróttastjórinn Johan Lange, og Nick Beucher sem er tengdasonur eins eigendanna, Vivienne Lewis.

„Ég hef fundið fyrir traustinu. Ég hef sagt það á öllum fréttamannafundum að ég finn stuðning. Ég snæddi hádegismat með Nick, Vinai og Johan og það er allt í góðu. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er hluti af fjölmiðlasirkus en ég einbeiti mér bara að því að gera allt til að sigra Dortmund," segir Frank.

„Við áttum gott spjall um lífið og fótboltann, um framtíð félagsins. Ég geri mér grein fyrir því að það er smá stormur úti. Ég tel að það sé mjög jákvætt að menn eru ekki að hlaupa í burtu eða fara í felur. Við ræðum bara hlutina á vinalegum nótum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner