Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: KSÍ 
Viðurkenningar á ársþingi KSÍ
Kristinn Kjærnested, sem er að hætta sem formaður knattspyrnudeildar KR, tók við Drago styttunni.
Kristinn Kjærnested, sem er að hætta sem formaður knattspyrnudeildar KR, tók við Drago styttunni.
Mynd: KSÍ
Stjarnan vinnur háttvísisverðlaun KSÍ annað árið í röð.
Stjarnan vinnur háttvísisverðlaun KSÍ annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungmennafélag Langnesinga hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ.
Ungmennafélag Langnesinga hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ.
Mynd: KSÍ
Hafliði Breiðfjörð hlýtur fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ.
Hafliði Breiðfjörð hlýtur fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ.
Mynd: KSÍ
Völsungur fékk jafnréttisverðlaun KSÍ.
Völsungur fékk jafnréttisverðlaun KSÍ.
Mynd: KSÍ
Ársþing KSÍ er hafið, en það fer fram í Ólafsvík þetta árið. Á þinginu er farið yfir nokkrar tillögur, en einnig eru hinar ýmsu viðurkenningar veittar.

Háttvísisverðlaun
Það voru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi í deildarkeppni. Dragostytturnar eru veittar í Pepsi-deild karla og 1. deild karla, en sérstök háttvísiverðlaun í öðrum deildum.

Háttísisverðlaun hlutu:
Pepsi-deild kvenna - Kvennabikarinn: Stjarnan

1. deild kvenna: Augnablik

2. deild kvenna: Grótta

2. deild karla: Völsungur

3. deild karla: KV og Reynir S.

4. deild karla: Berserkir

Dragostyttur:
Pepsi-deild karla: KR

1. deild karla: Keflavík

Ungmennafélag Langnesinga hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ
Í grasrótarheimsóknum KSÍ síðasta sumar til 33 staða á landsbyggðinni sem Siguróli Kristjánsson sá um, vakti sérstaka athygli krafturinn og knattspyrnuáhuginn á Þórshöfn hjá Ungmennafélagi Langnesinga.

Þrátt fyrir fámennið, þar sem um 70 börn eru á grunnskólaaldri, er haldið úti knattspyrnuæfingum allt árið fyrir börnin þar sem þátttaka er góð.

Ungmennafélag Langnesinga, sem er aðildarfélag innan KSÍ, sendir lið til þátttöku á opnum mótum undir eigin nafni, eða í samstarfi við Einherja, víða um land þar sem öflugt foreldra- og sjálfboðaliðastarf er lykillinn að öflugu knattspyrnu- og forvarnarstarfi.

Ungmennafélag Langnesinga er dæmi um lítið félag þar sem áhugasamir og öflugir foreldrar eru drifkrafturinn í starfinu og hvatning fyrir aðra í sambærilegum sveitarfélögum. Knattspyrnan þarf á sjálfboðaliðum að halda í öllum byggðum landsins til þess að byggja upp öflugt knattspyrnustarf til lengri tíma.

Hafliði Breiðfjörð hlýtur fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ
Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson hlýtur Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ vegna uppbyggingar og reksturs á knattspyrnuvefnum Fótbolta.net og fyrir þrotlausa og ómetanlega vinnu við umfjöllun um íslenska knattspyrnu á öllum þrepum um árabil.

Hafliði stofnaði vefinn Fótbolti.net þann 15. apríl 2002 og rekur hann enn í dag, en við hann starfa fimm starfsmenn í fullu starfi auk fjölda starfsmanna í hlutastarfi.

Jafnréttisverðlaun KSÍ fóru til Völsungs
Íþróttafélagið Völsungur hefur mörg undanfarin ár unnið framúrskarandi uppeldisstarf í yngri flokkum félagsins, bæði hjá stúlkum og drengjum, svo eftir er tekið. Sérstaklega hefur mikil aukning iðkenda verið hlutfallslega hjá stúlkum.

Tæplega 200 iðkendur eru hjá yngri flokkum Völsungs og er kynjahlutfallið nánast jafnt og sendir félagið lið til keppni í Íslandsmóti hjá báðum kynjum í öllum yngri flokkum, frá 3. flokki niður í 8. flokk. Á grunni þessa öfluga yngri flokka starfs eru meistaraflokkar Völsungs að langmestu leiti byggðir upp á heimaleikmönnum. Kvennaliðið vann 2. deildina síðasta sumar og karlaliðið er öflugt 2. deildarlið.

Völsungur er gott dæmi um félag þar sem áhersla á öflugt yngri flokka starf, jafnrétti og sjálfbærni í starfseminni er grunnurinn að innviðauppbyggingu til framtíðar og er fyrirmynd fyrir aðra.

FH fékk dómaraverðlaunin
Dómaraverðlaun KSÍ hlýtur FH. Það þarf ekki að tíunda mikilvægi þess að hjá hverju félagi sé dómarastjóri sem sem er ábyrgur fyrir hinum mikilvæga þætti sem dómaramálin eru og þeim sinni einstaklingur sem sé ekki að drukkna í öðrum verkefnum.

Lykillinn að góðu starfi þegar kemur að dómaramálum hjá FH er dugnaður og eljusemi dómarastjóra félagsins Steinars Stephensen sem brennur fyrir málaflokkinn.

Stjórn FH hefur stutt vel við bakið á Steinari en skilningur stjórnar félaganna á mikilvægi málflokksins verður að vera til staðar ef árangur á að nást í dómaramálum.
Athugasemdir
banner
banner
banner