mán 22. mars 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Árni breytir dínamík Blikaliðsins - „Kemur með ákveðinn skráp frá Austur-Evrópu"
Árni Vilhjálmsson er kominn heim.
Árni Vilhjálmsson er kominn heim.
Mynd: blikar.is
Mynd: blikar.is
Á föstudaginn tilkynnti Breiðablik að Árni Vilhjálmsson væri genginn í raðir uppeldisfélags síns.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Þar var hann meðal annars spurður út í það hvort Árni væri mættur til að fylla skarð Brynjólfs Willumssonar sem er farinn til Noregs í atvinnumennsku?

„Þeir eru ekki líkir leikmenn. Það er alveg ljóst að við komum til með að sakna Brynjólfs, hann er frábær leikmaður. Hann er vandaður ungur maður með mikinn metnað, ósérhlífinn, duglegur og hæfileikaríkur," segir Óskar.

Brynjólfur gekk í raðir Kristiansund.

„Það var alltaf í spilunum að hann myndi fara út en það var aldrei vitað á hvaða tímapunkti. Hann er svo sannarlega klár í að taka þetta skref."

„Árni var laus og það er frábært fyrir félagið, stuðningsmenn og alla sem koma að Breiðabliki að við höfum átt kost á að fá leikmann og Blika eins og Árna. Þegar það var möguleiki leit enginn til baka og við kláruðum það," segir Óskar.

„Binni er einstakur á íslenskan mælikvarða þegar það kemur að því að taka á móti bolta með mann í bakinu. Ég ætla ekki Árna að fara í hans fótspor þar en Árni kemur hinsvegar með margt annað."

„Nei við þurfum ekki að breyta leik liðsins. Að fá mann eins og Árna inn breytir dínamík liðsins að einhverju leyti. Ég get ekki sagt hvernig hún mun breytast, hann var að losna úr sóttkví í gær og hefur ekki enn æft með okkur. Ég veit að Árni er frábær fótboltamaður sem hefur verið á galeyðunni í nokkur ár í Austur-Evrópu, hann kemur með ákveðinn skráp, ákveðna reynslu og ákveðið viðhorf sem við þurfum á að halda inn í liðið okkur," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson og bætir við:

„Ég bind ekki síður vonir við að hann verði mikill liðsstyrkur fyrir utan þessar 90 mínútur sem leikirnir eru."

Sjá einnig:
Viðtal við Árna Villa: Kom til að vinna deildina
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn og Arnar Viðars
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner