
Ísland spilar á morgun sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2024 þegar liðið spilar við Bosníu á útivelli. Verður þetta ansi fróðlegur leikur á milli tveggja liða sem stefna á annað sæti riðilsins.
Leikurinn fer fram í Zenica, borg sem er þekktust fyrir fangelsið alræmda í miðri borginni en það var það stærsta í gömlu Júgóslavíu.
stærsta ástæðan fyrir því að þarna hefur landsliðið spilað leiki sína er sú stemning sem áhorfendur ná að skapa á vellinum, Bilino Polje.
Fótboltayfirvöld í Bosníu eru í baráttu og KSÍ hér á landi við yfirvöld að fá nýjan boðlegan völl til að spila á. Munurinn er þó að völlurinn í Zenica líti út fyrir að vera 50 árum eldri en Laugardalsvöllur.
Völlurinn sjálfur er ekki í frábæru standi og það eru klefarnir ekki heldur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Það skal þó nefna að þessir klefar eru nú ekkert mjög mikið betri en klefarnir á Laugardalsvelli.
Sjá einnig:
Kartöflugarðurinn í Zenica bíður Íslands eftir 20 daga
This is not a locker room from a gymnasium in the 90s. This is the dressing room at Bilino Polje where Bosnia will play Iceland tomorrow.#BIHISL pic.twitter.com/vRGbQwyXbL
— BiHFootball (@BiHFootball) March 22, 2023
Athugasemdir