
U17 Belgía 2 - 1 U17 Ísland
1-0 August De Wannemacker ('51 )
1-1 Egill Orri Arnarsson ('70 )
2-1 Nathan De Cat ('83 )
1-0 August De Wannemacker ('51 )
1-1 Egill Orri Arnarsson ('70 )
2-1 Nathan De Cat ('83 )
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri fer ekki í lokakeppni Evrópumótsins en þetta varð ljóst eftir 2-1 tap liðsins gegn Belgíu í Gryfice í Póllandi í dag.
Ísland þurfti nauðsynlega að næla sér í stig í dag til að eiga möguleika á að komast áfram.
Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari skoraði August De Wannemacker fyrir Belga. Egill Orri Arnarsson jafnaði metin fyrir Ísland þegar tuttugu mínútur voru eftir áður en Nathan De Caut braut hjörtu íslenska liðsins með marki á 83. mínútu.
Ísland er með eitt stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir og á ekki lengu möguleika að komast í lokakeppnina. Á þriðjudag spilar Ísland síðasta leikinn gegn Írum og á að tryggja sér annað sæti riðilsins.
Athugasemdir