Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn: Ekki nægilega gott fyrir FC Kaupmannahöfn
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson var besti leikmaður FC Kaupmannahafnar í gær þegar liðið tapaði 3-2 gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni.

Orri hefur verið virkilega góður eftir að danska deildin skiptist og er hann núna búinn að gera níu deildarmörk á tímabilinu, mest af öllum leikmönnum FCK.

Hinn 19 ára gamli Orri Steinn var samt sem áður skiljanlega mjög svekktur eftir leikinn í gær þar sem FCK á ekki lengur möguleika á danska meistaratitlinum eftir tapið.

„Það skiptir ekki máli að ég skori tvö mörk ef við töpum," sagði Orri Steinn eftir leikinn í gær.

„Þetta er ekki nægilega gott fyrir FC Kaupmannahöfn. Við verðum að vinna deildina og við erum gríðarlega vonsviknir. Þetta má ekki gerast. Við teljum okkur vera með stjórn á leiknum og við byrjum vel, en svo fáum við á okkur þrjú mörk. Okkur skortir orku og það má ekki gerast í svona leik."

FCK er fjórum stigum frá bæði Midtjylland og Bröndby þegar ein umferð er eftir af dönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner