Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   þri 21. maí 2024 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Orri skoraði bæði mörk FCK í tapi gegn Mikael
Orri Steinn verið stórkostlegur á tímabilinu
Orri Steinn verið stórkostlegur á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Mikael Neville lagði upp fyrsta mark AGF
Mikael Neville lagði upp fyrsta mark AGF
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk danska liðsins FCK í 3-2 tapi gegn Mikael Neville Anderson og félögum í AGF, en liðin áttust við í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Orri hefur verið magnaður í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en hann var að skora fjórða og fimmta mark sitt.

Fyrra markið gerði hann með skalla eftir sendingu Elias Achouri en stuttu síðar jöfnuðu AGF-menn er Mikael Neville lagði upp fyrir Mads Madsen.

Madsen skoraði tvö og fullkomnaði þrennu sína áður en hálfleikurinn var úti.

Tíu mínútum fyrir leikslok tókst Orra að gera annað mark sitt með glæsilegu skoti fyrir utan teig.

Orri með 14 mörk og 8 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu, sem verður að teljast ansi gott fyrir 19 ára gamlan leikmann.

Tap FCK þýðir að liðið er úr leik í baráttu um danska meistaratitilinn en liðið er í 3. sæti meistarariðilsins með 58 stig á meðan AGF er í 5. sæti með 41 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner