„Það var öðruvísi en vanalega," sagði Sigurpáll Melberg Pálsson, fyrirliði Fram, spurður út í það hvort ekki hafi verið skrítið að undirbúa sig undir leikinn gegn Gróttu í kvöld vegna þess andrúmslofts sem hefur ríkt í kringum félagið síðan Ásmundur Arnarsson var óvænt rekinn.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 Grótta
„Það kemur flatt upp á mann þegar Ási missir starfið. Við náum að díla vel við það, höldum þétt hópinn og náum samstöðu. Við sýndum það í dag."
Hver voru viðbrögð leikmannahópsins þegar þær fréttir berast að Ási hafi fengið sparkið?
„Það voru allir jafn gáttaðir á því og stuðningsmennirnir. Það verður að segjast eins og er. Það bjóst enginn við þessu. Svona er þetta stundum, stjórnin ræður þessu."
Sigurpáll segir að leikmenn hafi verið ánægðir með Ása.
„Það voru allir, þar á meðal ég, mjög sáttir með hans störf. Hann gerði gott verk."
„Við þurfum bara að tækla þetta, styðja við nýjan þjálfara og sýna samstöðu."
Mikil dramatík hefur verið kringum Fram og það hefur ekki farið framhjá leikmönnum.
„Nei, því miður ekki. Það er stundum erfitt að leiða þetta hjá sér. En þetta eru hlutir sem við höfum engin áhrif á. Við höfum áhrif á þessar 90 mínútur hér í dag. Við höfum áhrif á 90 mínúturnar næsta föstudag."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir