West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   fim 22. júní 2017 21:51
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Fram: Leikmenn jafn gáttaðir og stuðningsmennirnir
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var öðruvísi en vanalega," sagði Sigurpáll Melberg Pálsson, fyrirliði Fram, spurður út í það hvort ekki hafi verið skrítið að undirbúa sig undir leikinn gegn Gróttu í kvöld vegna þess andrúmslofts sem hefur ríkt í kringum félagið síðan Ásmundur Arnarsson var óvænt rekinn.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Það kemur flatt upp á mann þegar Ási missir starfið. Við náum að díla vel við það, höldum þétt hópinn og náum samstöðu. Við sýndum það í dag."

Hver voru viðbrögð leikmannahópsins þegar þær fréttir berast að Ási hafi fengið sparkið?

„Það voru allir jafn gáttaðir á því og stuðningsmennirnir. Það verður að segjast eins og er. Það bjóst enginn við þessu. Svona er þetta stundum, stjórnin ræður þessu."

Sigurpáll segir að leikmenn hafi verið ánægðir með Ása.

„Það voru allir, þar á meðal ég, mjög sáttir með hans störf. Hann gerði gott verk."

„Við þurfum bara að tækla þetta, styðja við nýjan þjálfara og sýna samstöðu."

Mikil dramatík hefur verið kringum Fram og það hefur ekki farið framhjá leikmönnum.

„Nei, því miður ekki. Það er stundum erfitt að leiða þetta hjá sér. En þetta eru hlutir sem við höfum engin áhrif á. Við höfum áhrif á þessar 90 mínútur hér í dag. Við höfum áhrif á 90 mínúturnar næsta föstudag."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner