Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 22. júní 2017 21:51
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Fram: Leikmenn jafn gáttaðir og stuðningsmennirnir
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var öðruvísi en vanalega," sagði Sigurpáll Melberg Pálsson, fyrirliði Fram, spurður út í það hvort ekki hafi verið skrítið að undirbúa sig undir leikinn gegn Gróttu í kvöld vegna þess andrúmslofts sem hefur ríkt í kringum félagið síðan Ásmundur Arnarsson var óvænt rekinn.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Það kemur flatt upp á mann þegar Ási missir starfið. Við náum að díla vel við það, höldum þétt hópinn og náum samstöðu. Við sýndum það í dag."

Hver voru viðbrögð leikmannahópsins þegar þær fréttir berast að Ási hafi fengið sparkið?

„Það voru allir jafn gáttaðir á því og stuðningsmennirnir. Það verður að segjast eins og er. Það bjóst enginn við þessu. Svona er þetta stundum, stjórnin ræður þessu."

Sigurpáll segir að leikmenn hafi verið ánægðir með Ása.

„Það voru allir, þar á meðal ég, mjög sáttir með hans störf. Hann gerði gott verk."

„Við þurfum bara að tækla þetta, styðja við nýjan þjálfara og sýna samstöðu."

Mikil dramatík hefur verið kringum Fram og það hefur ekki farið framhjá leikmönnum.

„Nei, því miður ekki. Það er stundum erfitt að leiða þetta hjá sér. En þetta eru hlutir sem við höfum engin áhrif á. Við höfum áhrif á þessar 90 mínútur hér í dag. Við höfum áhrif á 90 mínúturnar næsta föstudag."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner