Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 22. júní 2017 21:51
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Fram: Leikmenn jafn gáttaðir og stuðningsmennirnir
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var öðruvísi en vanalega," sagði Sigurpáll Melberg Pálsson, fyrirliði Fram, spurður út í það hvort ekki hafi verið skrítið að undirbúa sig undir leikinn gegn Gróttu í kvöld vegna þess andrúmslofts sem hefur ríkt í kringum félagið síðan Ásmundur Arnarsson var óvænt rekinn.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Það kemur flatt upp á mann þegar Ási missir starfið. Við náum að díla vel við það, höldum þétt hópinn og náum samstöðu. Við sýndum það í dag."

Hver voru viðbrögð leikmannahópsins þegar þær fréttir berast að Ási hafi fengið sparkið?

„Það voru allir jafn gáttaðir á því og stuðningsmennirnir. Það verður að segjast eins og er. Það bjóst enginn við þessu. Svona er þetta stundum, stjórnin ræður þessu."

Sigurpáll segir að leikmenn hafi verið ánægðir með Ása.

„Það voru allir, þar á meðal ég, mjög sáttir með hans störf. Hann gerði gott verk."

„Við þurfum bara að tækla þetta, styðja við nýjan þjálfara og sýna samstöðu."

Mikil dramatík hefur verið kringum Fram og það hefur ekki farið framhjá leikmönnum.

„Nei, því miður ekki. Það er stundum erfitt að leiða þetta hjá sér. En þetta eru hlutir sem við höfum engin áhrif á. Við höfum áhrif á þessar 90 mínútur hér í dag. Við höfum áhrif á 90 mínúturnar næsta föstudag."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner