Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fim 22. júní 2017 21:51
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Fram: Leikmenn jafn gáttaðir og stuðningsmennirnir
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var öðruvísi en vanalega," sagði Sigurpáll Melberg Pálsson, fyrirliði Fram, spurður út í það hvort ekki hafi verið skrítið að undirbúa sig undir leikinn gegn Gróttu í kvöld vegna þess andrúmslofts sem hefur ríkt í kringum félagið síðan Ásmundur Arnarsson var óvænt rekinn.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Það kemur flatt upp á mann þegar Ási missir starfið. Við náum að díla vel við það, höldum þétt hópinn og náum samstöðu. Við sýndum það í dag."

Hver voru viðbrögð leikmannahópsins þegar þær fréttir berast að Ási hafi fengið sparkið?

„Það voru allir jafn gáttaðir á því og stuðningsmennirnir. Það verður að segjast eins og er. Það bjóst enginn við þessu. Svona er þetta stundum, stjórnin ræður þessu."

Sigurpáll segir að leikmenn hafi verið ánægðir með Ása.

„Það voru allir, þar á meðal ég, mjög sáttir með hans störf. Hann gerði gott verk."

„Við þurfum bara að tækla þetta, styðja við nýjan þjálfara og sýna samstöðu."

Mikil dramatík hefur verið kringum Fram og það hefur ekki farið framhjá leikmönnum.

„Nei, því miður ekki. Það er stundum erfitt að leiða þetta hjá sér. En þetta eru hlutir sem við höfum engin áhrif á. Við höfum áhrif á þessar 90 mínútur hér í dag. Við höfum áhrif á 90 mínúturnar næsta föstudag."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir