Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 22. júní 2017 21:51
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Fram: Leikmenn jafn gáttaðir og stuðningsmennirnir
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Sigurpáll Melberg, fyrirliði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var öðruvísi en vanalega," sagði Sigurpáll Melberg Pálsson, fyrirliði Fram, spurður út í það hvort ekki hafi verið skrítið að undirbúa sig undir leikinn gegn Gróttu í kvöld vegna þess andrúmslofts sem hefur ríkt í kringum félagið síðan Ásmundur Arnarsson var óvænt rekinn.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Það kemur flatt upp á mann þegar Ási missir starfið. Við náum að díla vel við það, höldum þétt hópinn og náum samstöðu. Við sýndum það í dag."

Hver voru viðbrögð leikmannahópsins þegar þær fréttir berast að Ási hafi fengið sparkið?

„Það voru allir jafn gáttaðir á því og stuðningsmennirnir. Það verður að segjast eins og er. Það bjóst enginn við þessu. Svona er þetta stundum, stjórnin ræður þessu."

Sigurpáll segir að leikmenn hafi verið ánægðir með Ása.

„Það voru allir, þar á meðal ég, mjög sáttir með hans störf. Hann gerði gott verk."

„Við þurfum bara að tækla þetta, styðja við nýjan þjálfara og sýna samstöðu."

Mikil dramatík hefur verið kringum Fram og það hefur ekki farið framhjá leikmönnum.

„Nei, því miður ekki. Það er stundum erfitt að leiða þetta hjá sér. En þetta eru hlutir sem við höfum engin áhrif á. Við höfum áhrif á þessar 90 mínútur hér í dag. Við höfum áhrif á 90 mínúturnar næsta föstudag."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner