Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
   fim 22. júní 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Óli Brynjólfs: Var ósammála þeirri ákvörðun að reka Ása
Ólafur Brynjólfsson.
Ólafur Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafur Brynjólfsson stýrði Fram til sigurs gegn Gróttu í kvöld. Ólafur var aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar sem var rekinn í vikunni en Ólafur er tekinn við liðinu til bráðabirgða.

Ekki er vitað hvort hann muni stýra liðinu í næsta leik.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Þetta var frábær sigur. Strákarnir lögðu sig alla fram, ætluðu að ná í þrjú stig. Í öllu þessu dæmi sem hefur verið í gangi þá þéttist hópurinn og strákarnir sáu um þetta í dag," sagði Ólafur.

Fréttirnar af brottrekstri Ása komu Ólafi á óvart.

„Já mjög. Ég nenni ekki eiginlega að tala um það en þær komu mjög á óvart já."

Ósammála þessari ákvörðun?

„Ég var ekki sammála henni. Það er satt. En svona er lífið sem þjálfari. Maður veit ekkert hvað gerist í þessu."

Hvert er þitt mat á stigasöfnun Fram í sumar?

„Mér finnst hún fín, ég er frekar ánægður með að vera þarna. Ég held að stefnan hafi verið sú að vera nálægt toppnum og eiga möguleika."

Varstu efins um að taka að þér að stýra liðinu eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ása?

„Já ég var það. Ég neita því ekki. En það er margt sem spilar inn í. Ég var ekki rekinn... ég segi bara no comment á þetta."

Ertu tilbúinn að halda áfram með liðið?

„Ég vil ekki ræða það heldur. No comment á það. Ég hef mínar pælingar og annað slíkt. Ég mun alltaf taka ákvörðun. Þetta kemur bara í ljós."

„Þetta er bara eins og alkahólistinn. Bara einn dag í einu," sagði Ólafur léttur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner