Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 22. júní 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Óli Brynjólfs: Var ósammála þeirri ákvörðun að reka Ása
Ólafur Brynjólfsson.
Ólafur Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafur Brynjólfsson stýrði Fram til sigurs gegn Gróttu í kvöld. Ólafur var aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar sem var rekinn í vikunni en Ólafur er tekinn við liðinu til bráðabirgða.

Ekki er vitað hvort hann muni stýra liðinu í næsta leik.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Þetta var frábær sigur. Strákarnir lögðu sig alla fram, ætluðu að ná í þrjú stig. Í öllu þessu dæmi sem hefur verið í gangi þá þéttist hópurinn og strákarnir sáu um þetta í dag," sagði Ólafur.

Fréttirnar af brottrekstri Ása komu Ólafi á óvart.

„Já mjög. Ég nenni ekki eiginlega að tala um það en þær komu mjög á óvart já."

Ósammála þessari ákvörðun?

„Ég var ekki sammála henni. Það er satt. En svona er lífið sem þjálfari. Maður veit ekkert hvað gerist í þessu."

Hvert er þitt mat á stigasöfnun Fram í sumar?

„Mér finnst hún fín, ég er frekar ánægður með að vera þarna. Ég held að stefnan hafi verið sú að vera nálægt toppnum og eiga möguleika."

Varstu efins um að taka að þér að stýra liðinu eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ása?

„Já ég var það. Ég neita því ekki. En það er margt sem spilar inn í. Ég var ekki rekinn... ég segi bara no comment á þetta."

Ertu tilbúinn að halda áfram með liðið?

„Ég vil ekki ræða það heldur. No comment á það. Ég hef mínar pælingar og annað slíkt. Ég mun alltaf taka ákvörðun. Þetta kemur bara í ljós."

„Þetta er bara eins og alkahólistinn. Bara einn dag í einu," sagði Ólafur léttur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner