Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 22. júní 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Óli Brynjólfs: Var ósammála þeirri ákvörðun að reka Ása
Ólafur Brynjólfsson.
Ólafur Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafur Brynjólfsson stýrði Fram til sigurs gegn Gróttu í kvöld. Ólafur var aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar sem var rekinn í vikunni en Ólafur er tekinn við liðinu til bráðabirgða.

Ekki er vitað hvort hann muni stýra liðinu í næsta leik.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Þetta var frábær sigur. Strákarnir lögðu sig alla fram, ætluðu að ná í þrjú stig. Í öllu þessu dæmi sem hefur verið í gangi þá þéttist hópurinn og strákarnir sáu um þetta í dag," sagði Ólafur.

Fréttirnar af brottrekstri Ása komu Ólafi á óvart.

„Já mjög. Ég nenni ekki eiginlega að tala um það en þær komu mjög á óvart já."

Ósammála þessari ákvörðun?

„Ég var ekki sammála henni. Það er satt. En svona er lífið sem þjálfari. Maður veit ekkert hvað gerist í þessu."

Hvert er þitt mat á stigasöfnun Fram í sumar?

„Mér finnst hún fín, ég er frekar ánægður með að vera þarna. Ég held að stefnan hafi verið sú að vera nálægt toppnum og eiga möguleika."

Varstu efins um að taka að þér að stýra liðinu eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ása?

„Já ég var það. Ég neita því ekki. En það er margt sem spilar inn í. Ég var ekki rekinn... ég segi bara no comment á þetta."

Ertu tilbúinn að halda áfram með liðið?

„Ég vil ekki ræða það heldur. No comment á það. Ég hef mínar pælingar og annað slíkt. Ég mun alltaf taka ákvörðun. Þetta kemur bara í ljós."

„Þetta er bara eins og alkahólistinn. Bara einn dag í einu," sagði Ólafur léttur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner