Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
   fim 22. júní 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Óli Brynjólfs: Var ósammála þeirri ákvörðun að reka Ása
Ólafur Brynjólfsson.
Ólafur Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafur Brynjólfsson stýrði Fram til sigurs gegn Gróttu í kvöld. Ólafur var aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar sem var rekinn í vikunni en Ólafur er tekinn við liðinu til bráðabirgða.

Ekki er vitað hvort hann muni stýra liðinu í næsta leik.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Þetta var frábær sigur. Strákarnir lögðu sig alla fram, ætluðu að ná í þrjú stig. Í öllu þessu dæmi sem hefur verið í gangi þá þéttist hópurinn og strákarnir sáu um þetta í dag," sagði Ólafur.

Fréttirnar af brottrekstri Ása komu Ólafi á óvart.

„Já mjög. Ég nenni ekki eiginlega að tala um það en þær komu mjög á óvart já."

Ósammála þessari ákvörðun?

„Ég var ekki sammála henni. Það er satt. En svona er lífið sem þjálfari. Maður veit ekkert hvað gerist í þessu."

Hvert er þitt mat á stigasöfnun Fram í sumar?

„Mér finnst hún fín, ég er frekar ánægður með að vera þarna. Ég held að stefnan hafi verið sú að vera nálægt toppnum og eiga möguleika."

Varstu efins um að taka að þér að stýra liðinu eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ása?

„Já ég var það. Ég neita því ekki. En það er margt sem spilar inn í. Ég var ekki rekinn... ég segi bara no comment á þetta."

Ertu tilbúinn að halda áfram með liðið?

„Ég vil ekki ræða það heldur. No comment á það. Ég hef mínar pælingar og annað slíkt. Ég mun alltaf taka ákvörðun. Þetta kemur bara í ljós."

„Þetta er bara eins og alkahólistinn. Bara einn dag í einu," sagði Ólafur léttur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner