Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 22. júní 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Óli Brynjólfs: Var ósammála þeirri ákvörðun að reka Ása
Ólafur Brynjólfsson.
Ólafur Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafur Brynjólfsson stýrði Fram til sigurs gegn Gróttu í kvöld. Ólafur var aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar sem var rekinn í vikunni en Ólafur er tekinn við liðinu til bráðabirgða.

Ekki er vitað hvort hann muni stýra liðinu í næsta leik.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Grótta

„Þetta var frábær sigur. Strákarnir lögðu sig alla fram, ætluðu að ná í þrjú stig. Í öllu þessu dæmi sem hefur verið í gangi þá þéttist hópurinn og strákarnir sáu um þetta í dag," sagði Ólafur.

Fréttirnar af brottrekstri Ása komu Ólafi á óvart.

„Já mjög. Ég nenni ekki eiginlega að tala um það en þær komu mjög á óvart já."

Ósammála þessari ákvörðun?

„Ég var ekki sammála henni. Það er satt. En svona er lífið sem þjálfari. Maður veit ekkert hvað gerist í þessu."

Hvert er þitt mat á stigasöfnun Fram í sumar?

„Mér finnst hún fín, ég er frekar ánægður með að vera þarna. Ég held að stefnan hafi verið sú að vera nálægt toppnum og eiga möguleika."

Varstu efins um að taka að þér að stýra liðinu eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ása?

„Já ég var það. Ég neita því ekki. En það er margt sem spilar inn í. Ég var ekki rekinn... ég segi bara no comment á þetta."

Ertu tilbúinn að halda áfram með liðið?

„Ég vil ekki ræða það heldur. No comment á það. Ég hef mínar pælingar og annað slíkt. Ég mun alltaf taka ákvörðun. Þetta kemur bara í ljós."

„Þetta er bara eins og alkahólistinn. Bara einn dag í einu," sagði Ólafur léttur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner