Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. júní 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu frábært mark Flóka - „Þurfti aðeins að hjálpa honum síðast"
Markaskorararinn
Markaskorararinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu fagnað
Markinu fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í gær þegar hann jafnaði fyrir KR í uppbótartíma gegn Víkingi.

Flóki hefur glímt við meiðsli í sumar en er að finna sitt besta form.

Hann var nánast búinn að skora gegn Leikni en Kjartan Henry Finnbogason tók þá ákvörðun að stela því marki á marklínunni og kom boltanum sjálfur yfir marklínuna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 KR

Flóki skoraði með glæsilegt mark í gær og má sjá það í spilaranum hér að neðan. Einnig má sjá mark Víkings sem Nikolaj Hansen skoraði snemma í leiknum.

Tveir KR-ingar voru til viðtals á Fótbolta.net eftir leikinn í gær og voru þeir spurðir út í markið og Flóka.

„Já frábært að fá Flóka á blað. Flóki er búinn að skora nánast tvö í röð núna. Þvílíkt mikilvægt og flott mark. Hann er að komast í sitt góða stand aftur. Ég þurfti að hjálpa honum aðeins í síðasta leik en hann sá um þetta í dag," sagði Kjartan Henry.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í hversu ljúft hefði verið að sjá markið hjá Flóka.

„Það var mjög notalegt. Ég hafði fulla trú á að við myndum jafna þennan leik og sú von fór aldrei."

„Markið var frábært og gaman að Flóki skorar, hann á það inni að setja inn mörk og hann klárar þetta mjög vel,"
sagði Rúnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner