Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 22. júní 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi orðinn leikjahæstur frá upphafi í Copa América
Lionel Messi er leikjahæstur og markahæstur í sögu argentínska landsliðsins.
Lionel Messi er leikjahæstur og markahæstur í sögu argentínska landsliðsins.
Mynd: EPA
Hinn 36 ára gamli Lionel Messi, sem verður 37 ára á mánudaginn, bar fyrirliðaband Argentínu í 2-0 sigri gegn Kanada í Copa América í nótt.

Messi átti góðan leik, þar sem hann átti stóran þátt í fyrra marki Argentínu áður en hann lagði upp seinna markið.

Þegar hann mætti til leiks í nótt varð hann leikjahæsti leikmaður í sögu keppninnar, með 35 spilaða leiki.

Þrátt fyrir það hefur Messi aðeins unnið keppnina einu sinni, enda eru Argentínumenn ríkjandi meistarar.

Argentína vann keppnina eftir úrslitaleik gegn Brasilíu 2021 en hafði þar áður ekki unnið síðan 1993.

Þjóðin hefur þó fjórum sinnum komist í úrslitaleik mótsins frá 1993, en tapað tvisvar gegn Brasilíu og tvisvar gegn Síle. Þrír tapleikir af fjórum komu eftir vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner