Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. júlí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Scott fyrsti kvenkyns lýsarinn í FIFA
Mynd: EPA
Alex Scott verður fyrst kvenna til að lýsa leikjum í tölvuleiknum FIFA. Hún hefur samið við EA Sports og mun rödd hennar heyrast þegar FIFA spilarar spila komandi útgáfu af leiknum.

FIFA 2022 kemur út í haust og verður það í þrítugasta útgáfa leiksins.

Alex mun lýsa leikjunum ásamt Stewart Robson sem er fyrrum leikmaður West Ham og Arsenal.

Margir hafa heyrt raddir Martin Tyler og Alan Smith lýsa leikjum sínum en í FIFA 2021 voru það þeir Derek Rae og Lee Dixon sem lýstu leikjunum.

„Þetta er stór stund fyrir Fifa, fyrir fótboltann, konur og stelpur um allan heim. Þetta er einnig stór stund fyrir mig persónulega," sagði Scott í Twitter færslu þegar hún tilkynnti að hún yrði lýsari í leiknum.

Scott er fyrrum leikmaður Arsenal, Birmingham og Boston Breakers. Hún lék á sínum ferli 140 landsleiki fyrir England og fimm leiki fyrir Bretland.


Athugasemdir
banner
banner
banner