Argentínski vængmaðurinn Erik Lamela hefur samið um að leika með gríska liðinu AEK næstu þrjú árin en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag.
Lamela er 32 ára gamall og verið án félags síðan hann yfirgaf Sevilla um mánaðamótin.
Leikmaðurinn var áður á mála hjá River Plate, Roma og Tottenham Hotspur.
Hann lék 177 leiki með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði 17 mörk. Tímabilið 2020-2021 var Rabona-mark Lamela gegn Arsenal valið flottasta mark ársins í deildinni og þá vann hann Puskas-verðlaunin sama ár.
Argentínumaðurinn spilaði lítið með Sevilla á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Það hafa verið hæðir og lægðir á ferli hans síðustu ár, en hann vonast til þess að kveikja neistann aftur í Grikklandi með AEK.
Lamela skrifaði undir þriggja ára samning við AEK sem er með allra bestu liðum Grikklands.
Athugasemdir