Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 16:22
Elvar Geir Magnússon
Þrír Íslendingar byrja í Lyngby - FCK en Rúnar Alex er á bekknum
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Núna klukkan 17 er að byrja leikur Lyngby og FC Kaupmannahafnar í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru báðir í byrjunarliði heimamanna en hjá FCK byrjar Orri Steinn Óskarsson í fremstu víglínu.

Orri gerði á dögunum nýjan samning við FCK en stór félög í Evrópu hafa verið að sýna honum áhuga.

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þarf að sætta sig við að vera á bekknum en Englendingurinn Nathan Trott sem kom frá West Ham byrjar í marki FCK.

Kamil Grabara sem var aðalmarkvörður FCK yfirgaf félagið í sumar og fór í þýska félagið Wolfsburg.

Hinn 29 ára gamli Rúnar Alex gekk til liðs við FCK í febrúar og vonaðist til að verða arftaki Grabara. En útlit er fyrir að Trott sé á undan honum í röðinni sem stendur.

Trott er 25 ára gamall og hefur verið meðal bestu markvarða danska boltans síðustu tvö tímabil, þegar hann lék á láni hjá Vejle í efstu og næstefstu deild.




Athugasemdir
banner
banner