Núna klukkan 17 er að byrja leikur Lyngby og FC Kaupmannahafnar í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.
Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru báðir í byrjunarliði heimamanna en hjá FCK byrjar Orri Steinn Óskarsson í fremstu víglínu.
Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru báðir í byrjunarliði heimamanna en hjá FCK byrjar Orri Steinn Óskarsson í fremstu víglínu.
Orri gerði á dögunum nýjan samning við FCK en stór félög í Evrópu hafa verið að sýna honum áhuga.
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þarf að sætta sig við að vera á bekknum en Englendingurinn Nathan Trott sem kom frá West Ham byrjar í marki FCK.
Kamil Grabara sem var aðalmarkvörður FCK yfirgaf félagið í sumar og fór í þýska félagið Wolfsburg.
Hinn 29 ára gamli Rúnar Alex gekk til liðs við FCK í febrúar og vonaðist til að verða arftaki Grabara. En útlit er fyrir að Trott sé á undan honum í röðinni sem stendur.
Trott er 25 ára gamall og hefur verið meðal bestu markvarða danska boltans síðustu tvö tímabil, þegar hann lék á láni hjá Vejle í efstu og næstefstu deild.
DAGENS STARTOPSTILLING ????#SammenForLyngby pic.twitter.com/jz73BTtd9K
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) July 22, 2024
Start-11 mod Lyngby præsenteres i samarbejde med vores officielle bettingpartner @Unibet_Danmark #fcklive pic.twitter.com/FrYk8VTdZG
— F.C. København (@FCKobenhavn) July 22, 2024
Athugasemdir