Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 22. ágúst 2019 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið sem hinn 16 ára gamli Ísak skoraði í fyrsta leik
Ísak í leik gegn Þýskalandi með U17 landsliðinu.
Ísak í leik gegn Þýskalandi með U17 landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann Jóhannesson nýtti tækifærið með aðalliði Norrköping og skoraði þegar liðið komst áfram í sænska bikarnum í gær.

Ísak gekk til liðs við Norrköping frá ÍA í desember og hefur þegar heillað í Svíþjóð. Hann fékk fyrsta tækifærið í keppnisleik með aðalliðinu í gær er liðið spilaði gegn Timrå í sænska bikarnum.

Leikurinn endaði 6-1 og skoraði Ísak þriðja mark liðsins í leiknum eftir góða sókn.

Ísak er aðeins 16 ára gamall og ljóst að hann á framtíðina fyrir sér. Hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA og fyrrum landsliðsmanns.

Hér að neðan má sjá markið sem Ísak gerði í gær.


Athugasemdir
banner
banner