Hér fyrir neðan má sjá úrvalslið 17. umferðar í Bestu deild kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Aðeins ein umferð er eftir fyrir skiptingu og er útlitið frábært fyrir Íslandsmeistara Vals á meðan Selfoss er ekki í góðum málum á hinum enda töflunnar.
Keflavík á flesta fulltrúa í liði umferðarinnar að þessu sinni eftir 1-0 heimasigur gegn Þrótti. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Keflvíkinga sem eru í harðri fallbaráttu. Aníta Lind Daníelsdóttir og Caroline Van Slambrouck voru öflugar í vörninni og Melanie Claire Rendeiro átti stóran þátt í sigurmarkinu.
Jonathan Glenn er þjálfari umferðarinnar eftir þennan sigur Keflvíkinga.
Valur á þrjá leikmenn í liðinu eftir 0-3 sigur gegn Tindastóli. Það eru: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Amanda Andradóttir sem hefur komið sterk inn í íslenska boltann.
Idun Kristine Jorgensen var maður leiksins er Selfoss tapaði 1-2 gegn Þór/KA. Hún fékk á sig tvö mörk en var samt sem áður best á vellinum. Hulda Ósk Jónsdóttir var öflug í liði Þórs/KA í leiknum.
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir fór fyrir liði Stjörnunnar í 0-1 sigri gegn FH en þar var Mackenzie George einnig góð í liði FH-inga. Birta Georgsdóttir var best á vellinum þegar Breiðablik tapaði mikilvægum stigum í titilbaráttunni í markalausu jafntefli gegn ÍBV á Kópavogsvelli.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið
Sterkasta lið 13. umferðar - Í liðinu í sjöunda sinn í sumar
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvær í fimmta sinn og Anna kom sterk inn
Sterkasta lið 15. umferðar - Býsna sterk hálftíma innkoma
Sterkasta lið 16. umferðar - Skórnir komu af hillunni
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir