Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 31. júlí 2023 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvær í fimmta sinn og Anna kom sterk inn
Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Val.
Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie Cousins er búin að vera öflug í sumar.
Katie Cousins er búin að vera öflug í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fjórtánda umferð Bestu deildar kvenna var spiluð síðasta laugardag og það er komið að því að gera hana upp með því að velja úrvalslið umferðarinnar.

Þróttur á fjóra fulltrúa í liðinu eftir 0-4 sigur gegn Þór/KA á Akureyri og þá á Valur þrjá fulltrúa í liðinu eftir 1-7 sigur í Vestmannaeyjum gegn ÍBV.



Katie Cousins var besti maður vallarins í sigri Þróttar og hún er í liði umferðarinnar ásamt liðsfélögum sínum Sierru Marie Lelii og Freyju Karín Þorvarðardóttur. Nik Chamberlain er þá þjálfari umferðarinnar.

Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Val í sumar og er hún í liði umferðarinnar eftir þann leik. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru einnig fulltrúar Vals í liðinu.



Þá er Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður Stjörnunnar, í liðinu í fimmta sinn í sumar. Hún og Bryndís Arna eru báðar í fimmta sinn. Stjarnan vann 2-1 sigur gegn Tindastóli og þar átti Aníta Ýr Þorvaldsdóttir einnig góðan leik fyrir Stjörnuna.

Emelía Óskarsdóttir er búin að kveðja Selfoss en hún var besti leikmaður liðsins í sigri á Keflavík. Sif Atladóttir átti þar einnig góðan leik.

Aldís Guðlaugsdóttir var þá besti leikmaður vallarins í 1-1 jafntefli FH og Breiðabliks.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið
Athugasemdir
banner
banner