Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   sun 13. ágúst 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 13. umferðar - Í liðinu í sjöunda sinn í sumar
Sædís hefur verið besti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu.
Sædís hefur verið besti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir hefur verið öflug í sumar.
Agla María Albertsdóttir hefur verið öflug í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir átti góðan leik á Sauðárkróki.
Sif Atladóttir átti góðan leik á Sauðárkróki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að því að útnefna lið 13. umferðar í Bestu deild kvenna, en umferðin fór fram í síðustu viku eftir að hafa verið frestað.

Sædís Rún Heiðarsdóttir er í liði umferðarinnar í sjöunda sinn í sumar. Hún hefur verið besti leikmaðurinn í liði Stjörnunnar á þessari leiktíð og er einn mest spennandi leikmaður landsins, án nokkurs vafa.



Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við Val en þar var Amanda Andradóttir best. Amanda hefur verið að koma mjög sterk inn í deildina.

Breiðablik, sem vann 4-2 sigur á Þór/KA í umferðinni, á flesta leikmenn í liði umferðarinnar. Agla María Albertsdóttir er í liðinu í sjötta sinn og þá voru Linli Tu og Birta Georgsdóttir einnig öflugar í leiknum.

ÍBV gerði sterkt jafntefli gegn Þrótti í Laugardalnum. Þar var Guðný Geirsdóttir maður leiksins en Caeley Lordemann var einnig öflug og þá er Todor Hristov þjálfari umferðarinnar. Katla Tryggvadóttir var best í liði Þróttar.

Sif Atladóttir átti þrusuflotta frammistöðu í markalausu jafntefli Selfoss gegn Tindastóli og þá var Mikaela Nótt Pétursdóttir maður leiksins í jafntefli Keflavíkur gegn FH. Mackenzie George skoraði frábært mark í þeim leik fyrir FH-inga.

Næsta umferð í Bestu deild kvenna hefst næstkomandi þriðjudag.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvær í fimmta sinn og Anna kom sterk inn
Sterkasta lið 15. umferðar - Býsna sterk hálftíma innkoma
Heimavöllurinn: Sögulegt og sannfærandi hjá stórkostlegum Víkingum
Athugasemdir
banner
banner
banner