Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 22. júní 2023 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Mackenzie George er í liði umferðarinnar í fjórða sinn.
Mackenzie George er í liði umferðarinnar í fjórða sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Áslaug Dóra var öflug þegar Selfoss vann kærkominn sigur.
Áslaug Dóra var öflug þegar Selfoss vann kærkominn sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Taylor Ziemer, leikmaður Breiðabliks.
Taylor Ziemer, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Níunda umferð Bestu deildar kvenna var leikin í heild sinni í gærkvöldi. Botnlið Selfoss vann þar ansi kærkominn sigur gegn Stjörnunni á heimavelli.

Björn Sigurbjörnsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan flotta sigur, en Jimena Lopez var besti maður vallarins og er því auðvitað í liði umferðarinnar. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir átti þá flottan leik í vörninni hjá Selfoss. Barbára Sól Gísladóttir lék í nýrri stöðu í fremstu víglínu og skoraði. Hún er óheppin að komast ekki í lið umferðarinnar en hún fór meidd af velli í seinni hálfleik.



Tveir leikmenn eru í liði umferðarinnar í fjórða sinn en það eru Hulda Ósk Jónsdóttir úr Þór/KA og Mackenzie George úr FH, en þær eru báðar búnar að vera mjög góðar í sumar.


Hulda Ósk Jónsdóttir

FH vann 2-1 sigur á ÍBV í gær og kemst Shaina Ashouri í lið umferðarinnar ásamt Mackenzie úr liði FH, en Shaina er í liðinu í þriðja sinn. Thanai Annis, leikmaður Þórs/KA, er í liðinu ásamt Huldu eftir að hafa spilað vel í 5-0 sigri Þórs/KA á Tindastóli.

Þá á Keflavík þrjá fulltrúa eftir að hafa náð í gott stig gegn Val. Vera Varis var öflug í markinu og léku Mikaela Nótt Pétursdóttir og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir vel í vörn liðsins.

Þá gerðu Breiðablik og Þróttur 2-2 jafntefli í stórleik umferðarinnar. Þar voru Taylor Marie Ziemer og Tanya Borchuk bestar.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner