Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 13. júní 2023 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Lára Kristín Pedersen.
Lára Kristín Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Una Móeiður Hlynsdóttir.
Una Móeiður Hlynsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það er heldur betur blásið til sóknar í liði 8. umferðar í Bestu deild kvenna, en umferðin kláraðist í gær.

FH gerði sér lítið fyrir og vann 0-2 útisigur á Stjörnunni, sem spáð var Íslandsmeistaratitlinum fyrir mótið. FH hefur komið mjög á óvart og er í fjórða sæti deildarinnar.



Aldís Guðlaugsdóttir var frábær í marki FH í leiknum og þá áttu bæði Mackenzie George og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir mjög góðan leik, en þetta var mikill liðssigur hjá Fimleikafélaginu.


Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir.

Þá á Valur líka þrjá leikmenn í liðinu. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði þrennu fyrir Val í 5-0 sigri á Tindastóli en þar voru Ásdís Karen Halldórsdóttir og Lára Kristín Pedersen einnig mjög öflugar.

Jonathan Glenn er þjálfari umferðarinnar eftir harða baráttu við Guðna Eiríksson, þjálfari FH. Glenn stýrði Keflavík til sigurs gegn Þrótti í Laugardalnum en þar var Linli Tu besti maður vallarins.

Una Móheiður Hlynsdóttir, sem er 17 ára gömul, var maður leiksins í sigri Þórs/KA á Selfossi en þar átti Tahnai Annis einnig mjög góðan leik.

Þá voru Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Birta Georgsdóttir bestar í sigri Breiðabliks á ÍBV í Vestmannaeyjum.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner