Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 04. ágúst 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 15. umferðar - Býsna sterk hálftíma innkoma
Amanda átti mjög góða innkomu gegn Þrótti.
Amanda átti mjög góða innkomu gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sædís er að eiga frábært sumar.
Sædís er að eiga frábært sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að því að opinbera lið 15. umferðar í Bestu deild kvenna í samstarfi við Steypustöðina, en umferðin kláraðist í gærkvöldi.



Tindastóll á þrjá fulltrúa í liðinu eftir gífurlega flottan 4-1 sigur gegn ÍBV í fallbaráttuslag. Aldís María Jóhannsdóttir var maður leiksins og þá léku Murielle Tiernan og Hannah Cade mjög vel.

Jóhann Kristinn Gunnarsson er þjálfari umferðarinnar eftir að hann stýrði Þór/KA til sigurs gegn FH í Kaplakrika. Tveir af leikmönnum hans, Melissa Anne Lowder og Karen María Sigurgeirsdóttir, eru þá í úrvalsliðinu.

Amanda Andradóttir spilaði bara um hálftíma í sigri Vals gegn Þróttar en hún hafði mikil áhrif á leikinn og kemst í liðið. Þórdís Elva Ágústsdóttir var besti maður vallarins á Hlíðarenda.

Sædís Rún Heiðarsdóttir er í liðinu í sjötta sinn í sumar eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunnar gegn Keflavík. Melanie Claire Rendeiro var besti leikmaður Keflavíkurliðsins.

Þá voru Agla María Albertsdóttir og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir bestar í 4-0 sigri Breiðabliks gegn Selfossi.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvær í fimmta sinn og Anna kom sterk inn
Athugasemdir
banner
banner