Valur er með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna eftir 16. umferð deildarinnar. Það eru núna tvær umferðir eftir áður en deildin skiptist en það er mikil spenna í toppbaráttunni og í fallbaráttunni.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrvalslið 16. umferðar lítur út. Tindastóll á flesta fulltrúa í liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar eftir frábæran 0-2 útisigur gegn Þrótti í Laugardalnum.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrvalslið 16. umferðar lítur út. Tindastóll á flesta fulltrúa í liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar eftir frábæran 0-2 útisigur gegn Þrótti í Laugardalnum.
Monica Wilhelm var maður leiksins en hún átti stórgóðan leik í marki Tindastóls. Hún er ekki fyrsti markvörðurinn í sumar sem fer í Laugardalinn og á þar stórleik. Laufey Harpa Halldórsdóttir og Murielle Tiernan spiluðu einnig mjög vel í leiknum fyrir Tindastól.
Stjarnan hafði betur gegn Breiðabliki í stórleik umferðarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið besti leikmaður Stjörnunnar í sumar og hún var mjög góð á móti Blikum. Hún er í liði umferðarinnar í áttunda sinn í sumar, en enginn annar leikmaður hefur verið oftar. Hún hlýtur að vera farin að hugsa til þess að fara út í atvinnumennsku eftir tímabilið.
Heiða Ragney Viðarsdóttir átti þá sinn besta leik á tímabilinu fyrir Stjörnuna og var hún maður leiksins í Garðabænum.
Valur gerði góða ferð norður og vann 2-3 sigur á Þór/KA. Lise Dissing hefur komið sterk inn í lið Vals og hún var besti maður vallarins á Akureyri. Hin trausta Málfríður Anna Eiríksdóttir var einnig mjög góð í Valsliðinu.
Sigríður Lára Garðarsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn og spilaði sinn fyrsta leik í sumar. Hún var frábær í liði ÍBV í mikilvægum sigri á Keflavík. Helena Jónsdóttir lék þá afar vel í vörninni og verðskuldar sæti í liði umferðarinnar.
Þá eru Alma Mathiesen og Shaina Ashouri fulltrúar FH í liði umferðarinnar. Þær spiluðu afar vel í 1-3 sigri Selfoss sem tryggði FH sæti í efri hluta deildarinnar. Selfoss er sem fyrr á botni deildarinnar.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið
Sterkasta lið 13. umferðar - Í liðinu í sjöunda sinn í sumar
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvær í fimmta sinn og Anna kom sterk inn
Sterkasta lið 15. umferðar - Býsna sterk hálftíma innkoma
Athugasemdir