Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 18. ágúst 2023 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 16. umferðar - Skórnir komu af hillunni
Sigríður Lára tók skóna fram af hillunni og hjálpaði ÍBV að vinna mjög mikilvægan sigur.
Sigríður Lára tók skóna fram af hillunni og hjálpaði ÍBV að vinna mjög mikilvægan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sædís er búin að vera geggjuð í sumar.
Sædís er búin að vera geggjuð í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lise Dissing hefur komið sterk inn hjá Val.
Lise Dissing hefur komið sterk inn hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle er ávallt öflug.
Murielle er ávallt öflug.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna eftir 16. umferð deildarinnar. Það eru núna tvær umferðir eftir áður en deildin skiptist en það er mikil spenna í toppbaráttunni og í fallbaráttunni.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrvalslið 16. umferðar lítur út. Tindastóll á flesta fulltrúa í liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar eftir frábæran 0-2 útisigur gegn Þrótti í Laugardalnum.



Monica Wilhelm var maður leiksins en hún átti stórgóðan leik í marki Tindastóls. Hún er ekki fyrsti markvörðurinn í sumar sem fer í Laugardalinn og á þar stórleik. Laufey Harpa Halldórsdóttir og Murielle Tiernan spiluðu einnig mjög vel í leiknum fyrir Tindastól.

Stjarnan hafði betur gegn Breiðabliki í stórleik umferðarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið besti leikmaður Stjörnunnar í sumar og hún var mjög góð á móti Blikum. Hún er í liði umferðarinnar í áttunda sinn í sumar, en enginn annar leikmaður hefur verið oftar. Hún hlýtur að vera farin að hugsa til þess að fara út í atvinnumennsku eftir tímabilið.

Heiða Ragney Viðarsdóttir átti þá sinn besta leik á tímabilinu fyrir Stjörnuna og var hún maður leiksins í Garðabænum.

Valur gerði góða ferð norður og vann 2-3 sigur á Þór/KA. Lise Dissing hefur komið sterk inn í lið Vals og hún var besti maður vallarins á Akureyri. Hin trausta Málfríður Anna Eiríksdóttir var einnig mjög góð í Valsliðinu.

Sigríður Lára Garðarsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn og spilaði sinn fyrsta leik í sumar. Hún var frábær í liði ÍBV í mikilvægum sigri á Keflavík. Helena Jónsdóttir lék þá afar vel í vörninni og verðskuldar sæti í liði umferðarinnar.

Þá eru Alma Mathiesen og Shaina Ashouri fulltrúar FH í liði umferðarinnar. Þær spiluðu afar vel í 1-3 sigri Selfoss sem tryggði FH sæti í efri hluta deildarinnar. Selfoss er sem fyrr á botni deildarinnar.


Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið
Sterkasta lið 13. umferðar - Í liðinu í sjöunda sinn í sumar
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvær í fimmta sinn og Anna kom sterk inn
Sterkasta lið 15. umferðar - Býsna sterk hálftíma innkoma
Heimavöllurinn: Rólegur kúreki, danskir dagar og stjörnur í augum
Athugasemdir
banner
banner