Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. september 2021 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Þegar þú átt 27 skot veistu að strákarnir eru að reyna
Solskjær er ósáttur með hversu illa Rauðu djöflarnir byrja leikina sína og vill laga það sem fyrst.
Solskjær er ósáttur með hversu illa Rauðu djöflarnir byrja leikina sína og vill laga það sem fyrst.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir tap á heimavelli gegn West Ham United í deildabikarnum fyrr í kvöld.

Manuel Lanzini gerði eina mark leiksins á níundu mínútu og reyndu Rauðu djöflarnir að jafna en tókst ekki. Þeir áttu í heildina 27 marktilraunir án þess að knötturinn endaði í netinu.

„Þetta var aftur ömurleg byrjun hjá okkur, þetta er eitthvað sem við verðum að laga. Eftir þann kafla spiluðum við vel og tölfræði þýðir ekkert en þegar þú átt 27 skot þá veistu að strákarnir eru allavega að reyna að skora," sagði Solskjær.

„Við sköpuðum ekki mörg dauðafæri en héldum pressunni vel á þeim. Við vildum fara áfram í næstu umferð en þetta er langt tímabil og það eru stórir leikir framundan. Við urðum að taka þessa ákvörðun að hvíla marga leikmenn.

„Tímabilið er rétt að byrja en við vitum að þetta er langt ferðalag. Við erum í þremur keppnum og það er meira en nóg af leikjum þar. Við höfum farið þokkalega af stað og ætlum að gera okkar besta til að ná í góð úrslit í öllum keppnum."

Athugasemdir
banner
banner