Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 22. september 2022 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Get lofað þér því að Óli er ekki að fara spila hafsent
Þjálfari U21 landsliðsins
Þjálfari U21 landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristófer Helgason
Ólafur Kristófer Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Margeir er fullur sjálfstrausts
Sveinn Margeir er fullur sjálfstrausts
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, býst við svakalegum leik þegar Ísland mætir Tékklandi í fyrri umspilsleik liðanna á morgun. Liðið sem hefur betur í einvíginu fer á EM næsta sumar.

Leikurinn á morgun er heimaleikur Íslands og hefst klukkan 16:00 á Víkingsvelli. Smelltu hér til að tryggja þér miða.

„Tékkarnir eru búnir að vera mjög góðir í þessari undankeppni og hafa getað blandað leiknum sínum aðeins. Þetta eru kraftmiklir strákar, við þurfum að vera tilbúnir að taka á því, varnarlega erum við tilbúnir í að þeir pressi okkur og sóknarlega hafa þeir verið tilbúnir að aðlaga leik sinn eftir því hvernig leikurinn þróast. Það má búast við ýmsu frá þeim en fyrst og fremst held ég að þetta verði mjög kraftmikið lið," sagði Davíð.

Hann vildi ekki gefa upp hvort hann ætlaði að spila með tvo eða þrjá hafsenta í leiknum á morgun.

Tvær breytingar hafa orðið á upprunalega landsliðshópnum. Þeir Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason geta ekki spilað vegna meiðsla og inn í hópinn koma þeir Sveinn Margeir Hauksson og Ólafur Kristófer Helgason. Er þetta búið að vera eitthvað púsluspil?

„Þegar við settum hópinn upp vissum við að Kristall væri tæpur og það kom smá bakslag hjá Finni Tómasi. Nei nei, það eru góðir leikmenn fyrir utan hóp þannig það var allavega mjög gott að ef við þyrftum að gera breytingar þá vissi ég að það voru strákar sem voru klárir, hungraðir og ferskir að koma inn."

„Sveinn Margeir er fullur sjálfstrausts, búinn að spila vel í (Bestu) deildinni, búinn að spila mjög vel í góðu KA liði. Hann kemur dálítið heitur inn í þetta. Ég talaði við Óla í síðustu viku um að koma og æfa með liðinu hérna heima og við vorum alltaf með það bakvið eyrað að við gætum þurft að taka þrjá markmenn með út til Tékklands. Nú var möguleiki að gera breytinguna og við ákváðum að gera hana strax þannig Óli gæti undirbúið sig."


Ólafur er markvörður en Finnur Tómas er varnarmaður. „Við erum með ákveðin sæti sem við getum fyllt, vorum búnir að hugsa um að taka þriðja markmanninn út. Óli er ekki að fara spila hafsent, ég get lofað þér því. Við erum með fjölhæfa stráka sem geta leyst það ef við lendum í vandræðum."

Birkir Heimisson er miðjumaður sem hefur leyst stöðu varnarmanns í U21 liðinu. Var hann nálægt því að fá kallið?

„Já, Birkir er einn af þeim leikmönnum sem eru búnir að vera nálægt hópnum, búinn að standa sig gríðarlega vel fyrir okkur, en við mátum þetta svona núna."

Hvernig verður nálgunin á morgun, ætlaru að fara varkár inn í leikinn?

„Við erum dálítið þannig að við stígum bensínið í botn og fulla ferð. Það er allavega hugmyndin að gera það þannig," sagði Davíð.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner