fim 22. september 2022 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd þurfti að greiða Rangnick tæpar fimmtán milljónir punda
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United þurfti að greiða austurríska þjálfaranum Ralf Rangnick 14,7 milljónir punda til að leysa hann undan samningi í sumar.

Rangnick samdi við Manchester United undir lok síðasta árs en hann samþykkti þá að taka við liðinu út tímabilið.

Hann átti þá að starfa sem sérstakur ráðgjafi félagsins eftir sumarið en það varð aldrei neitt úr því.

Erik ten Hag tók við United og þurfti ekki á hjálp Rangnick að halda og var því ákveðið að rifta samningnum. Rangnick tók við austurríska landsliðinu og kom þá fram að hann yrði ekki áfram hjá United sem ráðgjafi.

Það kostaði sitt að borga upp samning Rangnick eða 14,7 milljónir punda. Uppsagnarkostnaður United var því 25 milljónir punda fyrir síðasta tímabil, en Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn í lok nóvember, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa framlengt samning sinn um þrjú ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner