Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 22. september 2023 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
Glódís með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur fyrir leikinn.
Glódís með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum og það er gott að fá sigur heima fyrir framan okkar fólk," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir í samtali við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Hver var lykillinn að því að vinna þennan leik?

„Kannski ekki það sem við bjuggumst við að yrði lykillinn. Við þurftum að verjast mikið sem mér fannst við gera gríðarlega vel. Þær voru ekki að skapa sér færi. Við vorum að verjast sem ein heild. Það var gott að skora úr föstu leikatriði, svolítið íslenskt."

Glódís átti stórkostlegan leik í vörninni en hún skoraði jafnframt sigurmarkið. „Þetta var frábær bolti hjá Amöndu. Við vorum búnar að æfa þetta."

Þetta er í fyrsta sinn þar sem íslenskt landslið vinnur leik í Þjóðadeildinni en karlalandsliðið lék sinn fyrsta leik í keppninni árið 2018.

„Já okei, ég vissi það ekki. Það skiptir máli að byrja á sigri og það skiptir máli að fá sjálfstraust inn í þessa keppni. Leikirnir verða erfiðari héðan í frá. Við fáum að fagna í kvöld en svo er einbeiting á næsta leik."

Það voru þrír miðverðir í íslenska liðinu í kvöld. Ásamt Glódísi þá voru Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í liðinu en þær áttu báðar góðan leik.

„Þær eru báðar gríðarlega góðar og þær gera mig betri. Ég fagna því og þær spiluðu báðar mjög vel í dag," sagði Glódís.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner