Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 22. september 2023 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
Glódís með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur fyrir leikinn.
Glódís með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum og það er gott að fá sigur heima fyrir framan okkar fólk," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir í samtali við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Hver var lykillinn að því að vinna þennan leik?

„Kannski ekki það sem við bjuggumst við að yrði lykillinn. Við þurftum að verjast mikið sem mér fannst við gera gríðarlega vel. Þær voru ekki að skapa sér færi. Við vorum að verjast sem ein heild. Það var gott að skora úr föstu leikatriði, svolítið íslenskt."

Glódís átti stórkostlegan leik í vörninni en hún skoraði jafnframt sigurmarkið. „Þetta var frábær bolti hjá Amöndu. Við vorum búnar að æfa þetta."

Þetta er í fyrsta sinn þar sem íslenskt landslið vinnur leik í Þjóðadeildinni en karlalandsliðið lék sinn fyrsta leik í keppninni árið 2018.

„Já okei, ég vissi það ekki. Það skiptir máli að byrja á sigri og það skiptir máli að fá sjálfstraust inn í þessa keppni. Leikirnir verða erfiðari héðan í frá. Við fáum að fagna í kvöld en svo er einbeiting á næsta leik."

Það voru þrír miðverðir í íslenska liðinu í kvöld. Ásamt Glódísi þá voru Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í liðinu en þær áttu báðar góðan leik.

„Þær eru báðar gríðarlega góðar og þær gera mig betri. Ég fagna því og þær spiluðu báðar mjög vel í dag," sagði Glódís.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner