Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Þetta var rosaleg varsla hjá honum
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
   fös 22. september 2023 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
Glódís með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur fyrir leikinn.
Glódís með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum og það er gott að fá sigur heima fyrir framan okkar fólk," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir í samtali við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Hver var lykillinn að því að vinna þennan leik?

„Kannski ekki það sem við bjuggumst við að yrði lykillinn. Við þurftum að verjast mikið sem mér fannst við gera gríðarlega vel. Þær voru ekki að skapa sér færi. Við vorum að verjast sem ein heild. Það var gott að skora úr föstu leikatriði, svolítið íslenskt."

Glódís átti stórkostlegan leik í vörninni en hún skoraði jafnframt sigurmarkið. „Þetta var frábær bolti hjá Amöndu. Við vorum búnar að æfa þetta."

Þetta er í fyrsta sinn þar sem íslenskt landslið vinnur leik í Þjóðadeildinni en karlalandsliðið lék sinn fyrsta leik í keppninni árið 2018.

„Já okei, ég vissi það ekki. Það skiptir máli að byrja á sigri og það skiptir máli að fá sjálfstraust inn í þessa keppni. Leikirnir verða erfiðari héðan í frá. Við fáum að fagna í kvöld en svo er einbeiting á næsta leik."

Það voru þrír miðverðir í íslenska liðinu í kvöld. Ásamt Glódísi þá voru Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í liðinu en þær áttu báðar góðan leik.

„Þær eru báðar gríðarlega góðar og þær gera mig betri. Ég fagna því og þær spiluðu báðar mjög vel í dag," sagði Glódís.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner