Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 22. september 2023 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
Glódís með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur fyrir leikinn.
Glódís með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er mjög góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum og það er gott að fá sigur heima fyrir framan okkar fólk," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir í samtali við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Hver var lykillinn að því að vinna þennan leik?

„Kannski ekki það sem við bjuggumst við að yrði lykillinn. Við þurftum að verjast mikið sem mér fannst við gera gríðarlega vel. Þær voru ekki að skapa sér færi. Við vorum að verjast sem ein heild. Það var gott að skora úr föstu leikatriði, svolítið íslenskt."

Glódís átti stórkostlegan leik í vörninni en hún skoraði jafnframt sigurmarkið. „Þetta var frábær bolti hjá Amöndu. Við vorum búnar að æfa þetta."

Þetta er í fyrsta sinn þar sem íslenskt landslið vinnur leik í Þjóðadeildinni en karlalandsliðið lék sinn fyrsta leik í keppninni árið 2018.

„Já okei, ég vissi það ekki. Það skiptir máli að byrja á sigri og það skiptir máli að fá sjálfstraust inn í þessa keppni. Leikirnir verða erfiðari héðan í frá. Við fáum að fagna í kvöld en svo er einbeiting á næsta leik."

Það voru þrír miðverðir í íslenska liðinu í kvöld. Ásamt Glódísi þá voru Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í liðinu en þær áttu báðar góðan leik.

„Þær eru báðar gríðarlega góðar og þær gera mig betri. Ég fagna því og þær spiluðu báðar mjög vel í dag," sagði Glódís.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner