Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. nóvember 2019 15:50
Elvar Geir Magnússon
Zidane alveg sama um Bale og borðann
Mynd: Getty Images
Borðinn sem Gareth Bale hélt á eftir að Wales tryggði sér sæti í lokakeppni EM náði að reita marga til reiði á Spáni, þar á meðal fjölmiðla á borð við Marca.

En Zinedine Zidane, stjóri Bale hjá Real Madrid, segist ekkert vilja tjá sig um borðann. Honum sé í raun alveg sama um hann.

Eftir að Wales tryggði sér sæti á EM í fyrrakvöld hélt Bale á borða sem á stóð: „Wales, golf, Real Madrid - í þessari röð." - Þar er vitnað í þá umræðu sem hefur verið í gangi um að Bale finnist mun skemmtilegra að spila með landsliði sínu en félagsliði og að hann vilji frekar spila golf í Madríd en að leik með Real Madrid.

„Það gerist ýmislegt þarna úti en við þurfum að horfa inn á við. Það sem gerist utan félagsins er ekki að trufla neitt. Ég hef lítinn áhuga á að tala um hluti sem eru að gerast þarna úti. Bale er fínn og hefur æft með okkur eins og ekkert hafi í skorist," segir Zidane.

„Hann er leikmaður sem hefur gefið félaginu mikið og ég horfi bara á íþróttahliðina. Það er ýmislegt sagt þarna úti og ég skipti mér ekki af því. Ég hef ekki áhuga þó margir virðast hafa hann."

Bale hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid og mikið talað um að hann vilji yfirgefa félagið. Hann á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner