Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. nóvember 2021 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Eiríkur Raphael og Hrannar Bogi nýir þjálfarar Augnabliks (Staðfest)
Eiríkur Raphael Elvy og Hrannar Bogi Jónsson við undirskrift í kvöld
Eiríkur Raphael Elvy og Hrannar Bogi Jónsson við undirskrift í kvöld
Mynd: Augnablik
Eiríkur Raphael Elvy og Hrannar Bogi Jónsson eru nýir þjálfarar Augnabliks en þeir gera tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í kvöld.

Jökull Elísabetarson sagði stöðu sinni lausri á dögunum og var ráðinn aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar hjá Stjörnunni.

Augnablik hafnaði í 9. sæti 3. deildarinnar með 26 stig á nýafstöðnu tímabili en það tók ekki langan tíma að finna nýtt þjálfarateymi.

Hrannar Bogi og Eiríkur Raphael gerðu tveggja ára samning við félagið í kvöld.

Eiríkur hætti með 4. deildarlið Árborgar eftir tímabilið en Hrannar Bogi hefur verið fyrirliði Augnabliks síðustu ár og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hann hefur þjálfað Futsal-lið Augnabliks með eftirtektarverðum árangri.

Eiríkur þekkir einnig vel til hjá liðinu en hann spilaði 4 leiki með liðinu árið 2017 og hjálpaði því að komast upp í 3. deildina.


Athugasemdir
banner
banner