Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bragi Karl skrifar undir hjá FH - Verið frábær síðustu tvö tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bragi Karl Bjarkason er á leið í FH samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Hann er búinn að skrifa undir í Kaplakrika og verður væntanlega tilkynntur nýr leikmaður félagsins á næstunni.

Bragi Karl hefur raðað inn mörkum síðustu tvö tímabil, var markakóngur í 2. deild sumarið 2023 með 21 mark í 22 leikjum og skoraði ellefu mörk í 22 leikum í Lengjudeildinni í sumar.

Fótbolti.net sagði frá áhuga FH á leikmanninum í síðustu viku.

Hann er 22 ára hávaxinn kantmaður, örvfættur, og hefur verið orðaður við fleiri félög að undanförnu. Valur, Vestri, ÍBV og Keflavík hafa horft til leikmannsins.

Samningur Braga við ÍR rennur út í lok árs og FH getur því fengið hann á frjálsri sölu.
Athugasemdir