Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mið 22. desember 2021 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Lecce samþykkir tilboð í Brynjar Inga - Á leið til Noregs?
Brynjar Ingi Bjarnason á leið til Rosenborg?
Brynjar Ingi Bjarnason á leið til Rosenborg?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska B-deildarfélagið Lecce hefur samþykkt tilboð frá norska félaginu Rosenborg í íslenska landsliðsmanninn Brynjar Inga Bjarnason en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Brynjar Ingi er 22 ára gamall miðvörður og kom til Lecce frá KA í sumar.

Hann hefur tekið miklum framförum síðasta árið og var valinn í íslenska landsliðið fyrir vináttulandsleiki gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í lok maí, tækifæri sem hann greip svo vægt sé til orða tekið.

Frammistaða hans vakti mikla athygli og fór það svo að Lecce keypti hann frá KA. Þar hefur hann hins vegar ekki fengið margar mínútur og aðeins spilað 45 mínútur í B-deildinni en þrátt fyrir það verið lykilmaður í vörninni hjá landsliðinu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gæti hann nú verið á leið í norsku úrvalsdeildina en Lecce samþykkti tilboð frá norsku liði sem er talið vera Rosenborg. Norska félagið mun kaupa hann frá Lecce.

Norski varnarmaðurinn Even Hovland verður samningslaus um áramótin og er að öllum líkindum að ganga til liðs við BK Häcken í Svíþjóð. Þá mun Besim Serbecic semja við Álasund á næstu dögum.

Íslenski varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er einnig á mála hjá Rosenborg en samningur hans gildir til 2023. Hann hefur verið orðaður við bæði Val og FH á Íslandi en fjölskylda hans er flutt heim og er hann að íhuga stöðu sína.

Rosenborg mun fá annan varnarmann inn til félagsins en það er Tobias Börkeeiet, sem er á mála hjá Bröndby í Danmörku, en það kemur fram á Adressa.no. Rosenborg hafnaði í 5. sæti norsku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner