Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Lukaku leiddi endurkomu Belgíu - Lærisveinar Heimis unnu
Jeremy Doku og Kevin De Bruyne áttu stoðsendingar í frábærum sigri Belga.
Jeremy Doku og Kevin De Bruyne áttu stoðsendingar í frábærum sigri Belga.
Mynd: EPA
Tveimur síðustu umspilsleikjum kvöldsins var að ljúka í Þjóðadeildinni, þar sem Belgíu tókst að halda sæti sínu í A-deild með frábærum endurkomusigri gegn Úkraínu.

Belgar töpuðu fyrri leiknum í Úkraínu 3-1 og þurftu því góðan sigur á heimavelli í kvöld, en staðan var markalaus eftir 69. mínútna leik þegar Rudi Garcia þjálfari gerði tvöfalda skiptingu.

Garcia skipti Maxim De Cuyper og Alexis Saelemaekers inn af bekknum og stundarfjórðungi síðar voru Belgar komnir með þriggja marka forystu á heimavelli.

De Cuyper skoraði með sinni fyrstu snertingu áður en Romelu Lukaku setti tvennu til að innsigla 3-0 sigur. Belgía heldur því sæti sínu í A-deild með samanlögðum 4-3 sigri gegn stríðshrjáðum Úkraínumönnum.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar mættu þá til leiks á heimavelli gegn Búlgaríu eftir að hafa sigrað fyrri leikinn á útivelli.

Búlgarar komust yfir á Írlandi en heimamenn voru talsvert sterkari aðilinn. Írum tókst þó ekki að skora fyrr en á 63. mínútu þegar Evan Ferguson setti boltann í netið.

Adam Idah kom inn af bekknum skömmu síðar og innsiglaði hann sigur Íra á 85. mínútu. Lokatölur 2-1 á heimavelli og 4-2 samanlagt. Írar eru því áfram í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Belgía 3 - 0 Úkraína (4-3 samanlagt)
1-0 Maxim De Cuyper ('70)
2-0 Romelu Lukaku ('76)
3-0 Romelu Lukaku ('86)

Írland 2 - 1 Búlgaría (4-2 samanlagt)
0-1 Valentin Antov ('30)
1-1 Evan Ferguson ('63)
2-1 Adam Idah ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner