Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Palace: Átta breytingar frá helginni
Mynd: EPA
Mynd: Crystal Palace
Arsenal tekur á móti Crystal Palace í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Mikel Arteta gerir fjórar breytingar á byrjunarliði heimamanna frá þægilegum sigri gegn Ipswich Town í síðustu umferð.

Jurriën Timber og Myles Lewis-Skelly koma inn í bakvarðarstöðurnar fyrir Ben White og Oleksandr Zinchenko á meðan Thomas Partey tekur sæti Mikel Merino á miðjunni og Raheem Sterling byrjar á kantinum í stað Bukayo Saka, sem sest á bekkinn. White og Merino eru ekki með í hópnum.

Arteta þarf að fara varlega með sína menn til að missa ekki lykilmenn í meiðsli fyrir stórleikina gegn Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar - þrettán stigum eftir toppliði Liverpool þegar fimm umferðir eru eftir.

Crystal Palace siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar og gerir Oliver Glasner þjálfari einnig fjórar breytingar frá markalausu jafntefli gegn Bournemouth um helgina. Hann þarf að hvíla lykilmenn fyrir undanúrslit FA bikarsins um næstu helgi.

Jefferson Lerma kemur inn í varnarlínuna og fer Daichi Kamada á miðjuna, á meðan Eddie Nketiah og Justin Devenny fá tækifæri í fremstu víglínu. Ismaila Sarr, Jean-Philippe Mateta og Will Hughes setjast á bekkinn en Chris Richards er í leikbanni.

Það verður gaman að sjá hvað Nketiah gerir gegn sínum gömlu liðsfélögum.

Arsenal: Raya; Timber, Saliba, Kiwior, Lewis-Skelly; Rice, Partey, Odegaard; Sterling, Trossard, Martinelli
Varamenn: Neto, Tierney, Saka, Zinchenko, Butler-Oyedeji, Gower, Henry-Francis, Kabia, Nwaneri

Crystal Palace: Henderson, Munoz, Lerma, Lacroix, Guehi, Mitchell, Wharton, Kamada, Eze, Devenny, Nketiah
Varamenn: Turner, Ward, Franca, Sarr, Mateta, Clyne, Hughes, Esse, Kporha
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 33 24 7 2 75 31 +44 79
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
4 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
5 Newcastle 33 18 5 10 62 44 +18 59
6 Chelsea 33 16 9 8 58 40 +18 57
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Bournemouth 33 13 10 10 52 40 +12 49
9 Fulham 33 13 9 11 48 45 +3 48
10 Brighton 33 12 12 9 53 53 0 48
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Everton 33 8 14 11 34 40 -6 38
14 Man Utd 33 10 8 15 38 46 -8 38
15 Wolves 33 11 5 17 48 61 -13 38
16 Tottenham 33 11 4 18 61 51 +10 37
17 West Ham 33 9 9 15 37 55 -18 36
18 Ipswich Town 33 4 9 20 33 71 -38 21
19 Leicester 33 4 6 23 27 73 -46 18
20 Southampton 33 2 5 26 24 78 -54 11
Athugasemdir
banner