Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júní 2021 09:39
Elvar Geir Magnússon
Nýr þjóðarleikvangur utan Reykjavíkur?
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangur Íslands, hefur verið í umræðunni í mörg ár enda er leikvangurinn svo sannarlega barn síns tíma og löngu kominn tími á að endurbyggja hann.

Málefni vallarins hafa verið í miklum hægagangi og lítið sem ekkert þokast áfram síðustu árin.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir við mbl.is að Reykjavíkurborg sé ekki tilbúin að taka þátt í kostnaði við enduruppbyggingu vallarins.

„Það sem er kannski að koma í ljós er að Reykja­vík­ur­borg virðist ekki til­bú­in að taka á sig þann stofn­kostnað sem leiðir af hlut­deild henn­ar í fé­lag­inu, þótt hún hafi lagt mikið kapp á það í upp­hafi að hafa meiri­hluta," segir Bjarni.

„Það er mik­il­vægt að það liggi fyr­ir að hvaða marki Reykja­vík­ur­borg sér ávinn­ing af því að hafa þjóðarleik­vang í Reykja­vík. Það er ekki fyr­ir­fram gef­in niðurstaða en við vild­um leggja af stað með verk­efnið í þeirri trú að Reykja­vík­ur­borg legði upp úr því að mann­virkið risi í höfuðborg­inni og í Laug­ar­daln­um. En það hef­ur ekki feng­ist botn í það sam­tal. Ég hef lagt áherslu á að í millitíðinni séum við að nýta tím­ann til að greina þá val­kosti sem við stönd­um frammi fyr­ir."

Rætt hefur verið um möguleika á að byggja nýjan þjóðarleikvang utan Reykjavíkur og líklegt að sú umræða fari á enn meira skrið núna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að boltinn sé hjá borginni varðandi framhaldið í málum vallarins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner