Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 23. júní 2022 22:19
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Aldrei í hættu þegar við komumst yfir
Virkilega ánægður með stuðninginn frá Kópavogsbúum
Dóri alltaf léttur
Dóri alltaf léttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann frábæran sigur 4-0 sigur á KR í 12. umferð Bestu deildar karla í kvöld en liðin áttust við á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Breiðablik vinnur KR heima og úti síðan 2012.

Síðast þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli var það í opnunarleik Íslandsmótsins í fyrra en þá unnu KR-ingar 0-2, hvað hafa Blikar lært síðan þá?

„Örugglega bara ýmislegt, við höfum bara þroskast sem lið og þetta var kannski skrefið í þessum heimaleikjum sem við þurftum að taka, að vinna KR, höfum ekki komist yfir á móti þeim áður á heimavelli."

„Við erum erfiðir við að eiga þegar við komumst yfir á Kópavogsvelli og mér fannst við gera rosalega vel eftir að við komumst í 1-0 og fannst sigurinn eiginlega aldrei vera í hættu," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Eftir tapið á heimavelli gegn KR í fyrra hafa Blikar unnið alla heimaleikina sína í deildinni eða 16 talsins, rosalegur árangur.

„Kópavogsvöllur hefur verið mikið vígi fyrir okkur, hérna æfum við, hérna er okkar fólk og þetta er okkar heimili en engu síður eru hérna okkar stuðningsmenn sem styðja gríðarlega vel við bakið og hafa verið algjörlega frábærir í sumar."

„Það má heldur ekki gleyma því þetta er fyrsta árið hjá mér og Óskari þar sem áhorfendur eru leyfðir frá 1. umferð og ekki í hólfum eða eitthvað Covid dæmi. Mætingin búin að vera frábær, lang flestir áhorfendur á Kópavogsvelli, stór hluti af því er það hefur gengið rosa vel og við erum stoltir af þeim árangri en það þýðir kannski ekki að telja einhverja heimasigra, það er bara fara í hvern leik, reyna sigra hann og það gekk í dag,"

Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Halldór talar t.d. um innkomu Mikkel Qvist, frammistöðu Jasons hingað til og meiðsli Gísla Eyjólfssonar.
Athugasemdir
banner
banner