Virkilega ánægður með stuðninginn frá Kópavogsbúum
Breiðablik vann frábæran sigur 4-0 sigur á KR í 12. umferð Bestu deildar karla í kvöld en liðin áttust við á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Breiðablik vinnur KR heima og úti síðan 2012.
Síðast þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli var það í opnunarleik Íslandsmótsins í fyrra en þá unnu KR-ingar 0-2, hvað hafa Blikar lært síðan þá?
„Örugglega bara ýmislegt, við höfum bara þroskast sem lið og þetta var kannski skrefið í þessum heimaleikjum sem við þurftum að taka, að vinna KR, höfum ekki komist yfir á móti þeim áður á heimavelli."
„Við erum erfiðir við að eiga þegar við komumst yfir á Kópavogsvelli og mér fannst við gera rosalega vel eftir að við komumst í 1-0 og fannst sigurinn eiginlega aldrei vera í hættu," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Síðast þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli var það í opnunarleik Íslandsmótsins í fyrra en þá unnu KR-ingar 0-2, hvað hafa Blikar lært síðan þá?
„Örugglega bara ýmislegt, við höfum bara þroskast sem lið og þetta var kannski skrefið í þessum heimaleikjum sem við þurftum að taka, að vinna KR, höfum ekki komist yfir á móti þeim áður á heimavelli."
„Við erum erfiðir við að eiga þegar við komumst yfir á Kópavogsvelli og mér fannst við gera rosalega vel eftir að við komumst í 1-0 og fannst sigurinn eiginlega aldrei vera í hættu," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 KR
Eftir tapið á heimavelli gegn KR í fyrra hafa Blikar unnið alla heimaleikina sína í deildinni eða 16 talsins, rosalegur árangur.
„Kópavogsvöllur hefur verið mikið vígi fyrir okkur, hérna æfum við, hérna er okkar fólk og þetta er okkar heimili en engu síður eru hérna okkar stuðningsmenn sem styðja gríðarlega vel við bakið og hafa verið algjörlega frábærir í sumar."
„Það má heldur ekki gleyma því þetta er fyrsta árið hjá mér og Óskari þar sem áhorfendur eru leyfðir frá 1. umferð og ekki í hólfum eða eitthvað Covid dæmi. Mætingin búin að vera frábær, lang flestir áhorfendur á Kópavogsvelli, stór hluti af því er það hefur gengið rosa vel og við erum stoltir af þeim árangri en það þýðir kannski ekki að telja einhverja heimasigra, það er bara fara í hvern leik, reyna sigra hann og það gekk í dag,"
Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Halldór talar t.d. um innkomu Mikkel Qvist, frammistöðu Jasons hingað til og meiðsli Gísla Eyjólfssonar.
Athugasemdir