Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 23. júní 2022 22:19
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Aldrei í hættu þegar við komumst yfir
Virkilega ánægður með stuðninginn frá Kópavogsbúum
Dóri alltaf léttur
Dóri alltaf léttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann frábæran sigur 4-0 sigur á KR í 12. umferð Bestu deildar karla í kvöld en liðin áttust við á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Breiðablik vinnur KR heima og úti síðan 2012.

Síðast þegar þessi lið mættust á Kópavogsvelli var það í opnunarleik Íslandsmótsins í fyrra en þá unnu KR-ingar 0-2, hvað hafa Blikar lært síðan þá?

„Örugglega bara ýmislegt, við höfum bara þroskast sem lið og þetta var kannski skrefið í þessum heimaleikjum sem við þurftum að taka, að vinna KR, höfum ekki komist yfir á móti þeim áður á heimavelli."

„Við erum erfiðir við að eiga þegar við komumst yfir á Kópavogsvelli og mér fannst við gera rosalega vel eftir að við komumst í 1-0 og fannst sigurinn eiginlega aldrei vera í hættu," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Eftir tapið á heimavelli gegn KR í fyrra hafa Blikar unnið alla heimaleikina sína í deildinni eða 16 talsins, rosalegur árangur.

„Kópavogsvöllur hefur verið mikið vígi fyrir okkur, hérna æfum við, hérna er okkar fólk og þetta er okkar heimili en engu síður eru hérna okkar stuðningsmenn sem styðja gríðarlega vel við bakið og hafa verið algjörlega frábærir í sumar."

„Það má heldur ekki gleyma því þetta er fyrsta árið hjá mér og Óskari þar sem áhorfendur eru leyfðir frá 1. umferð og ekki í hólfum eða eitthvað Covid dæmi. Mætingin búin að vera frábær, lang flestir áhorfendur á Kópavogsvelli, stór hluti af því er það hefur gengið rosa vel og við erum stoltir af þeim árangri en það þýðir kannski ekki að telja einhverja heimasigra, það er bara fara í hvern leik, reyna sigra hann og það gekk í dag,"

Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Halldór talar t.d. um innkomu Mikkel Qvist, frammistöðu Jasons hingað til og meiðsli Gísla Eyjólfssonar.
Athugasemdir
banner
banner