Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 23. júlí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jessica Ayers í Stjörnuna (Staðfest)
Caitlin Cosme hér til vinstri.
Caitlin Cosme hér til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur samið við Jessicu Ayers um að leika með liðinu út tímabilið.

Ayers er miðjumaður sem kemur til með að fylla í það skarð sem Caitlin Cosme skilur eftir sig hjá liðinu. Cosme gekk nýverið í raðir Nantes í Frakklandi eftir að hafa verið hjá Stjörnunni í hálft ár.

Cosme lék alls tólf leiki með Stjörnunni; elllefu deildarleiki og einn bikarleik. Hún skoraði í bikarleiknum gegn Breiðabliki og í sigrium gegn FH og Keflavík í deildinni.

Ayers, sem er 31 árs, er með nokkuð flottan feril að baki en hún var á sínum tíma í U23 landsliði Bandaríkjanna.

Hún hefur undanfarin ár leikið í sænsku úrvalsdeildinni og var hún síðast á mála hjá Vittsjö.

Stjarnan er þessa stundina í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna með 13 stig eftir 13 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner