Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. ágúst 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía um helgina - Sería A byrjar að rúlla
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var keyptur til Juventus í sumar. Juventus leikur við Parma í opnunarleiknum.
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var keyptur til Juventus í sumar. Juventus leikur við Parma í opnunarleiknum.
Mynd: Twitter
Ítalska úrvalsdeildin hefst á morgun og er opnunarleikurinn viðureign Parma og Juventus. Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, verður ekki á hliðarlínunni í fyrstu leikjunum vegna veikinda.

Sarri, sem tók við Juventus í sumar, hefur verið í meðhöndlun vegna lungnabólgu. Í yfirlýsingu frá Juventus segir að hann sé á góðum batavegi en verði leyft að einbeita sér að heilsunni.

Fiorentina og Napoli eigast einnig við á morgun og hefst sá leikur 18:45. Á sunnudaginn eru sjö leikir.

Á sunnudaginn hefst leikur Udinese og Milan klukkan 16:00, aðrir leikir eru 18:45. Roma fær Genoa í heimsókn, Lazio mætir Sampdoria og Atalanta spilar við Spal.

Á mánudaginn klárast fyrsta umferðin með leik Inter og Lecce. Byrjar Romelu Lukaku hjá Inter?

Laugardagur:
16:00 Parma - Juventus
18:45 Fiorentina - Napoli

Sunnudagur:
16:00 Udinese - Milan
18:45 Cagliari - Brescia
18:45 Hellas Verona - Bologna
18:45 Roma - Genoa
18:45 Sampdoria - Lazio
18:45 Spal - Atalanta
18:45 Torino - Sassuolo

Mánudagur:
18:45 Inter - Lecce


Athugasemdir
banner
banner