Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. ágúst 2024 15:40
Elvar Geir Magnússon
Úlfur með „eitt úr efstu hillu“ í fyrsta leik í Bandaríkjunum
Úlfur Ágúst Björnsson.
Úlfur Ágúst Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Ágúst Björnsson leikmaður FH er búinn að opna markareikninginn í fyrsta leik í Bandaríkjunum með einu úr efstu hillu.

Þessi 21 árs sóknarmaður spilar fyrir hinn virta virta Duke-háskóla og skoraði þetta glæsilega mark sem hægt er að sjá hér að neðan.

Úlfur skoraði í 2-2 jafnteflisleik gegn San Diego í háskóladeildinni.

Úlfur skoraði fimm mörk í þrettán leikjum fyrir FH í sumar áður en hann hélt út í nám.


Athugasemdir
banner
banner
banner