Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mán 23. september 2019 09:00
Fótbolti.net
Úrvalslið Pepsi Max-deildar kvenna 2019
Margrét Lára og Dóra María eru í liðinu
Margrét Lára og Dóra María eru í liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg tók gullskóinn annað árið í röð
Berglind Björg tók gullskóinn annað árið í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára og Hlín eru báðar í liðinu
Barbára og Hlín eru báðar í liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max- deild kvenna lauk á laugardag og Valur er Íslandsmeistari eftir spennandi mót. Úrvalslið deildarinnar var opinberað á Heimavellinum í gærkvöldi en þar eiga Íslandsmeistararnir flesta fulltrúa.

Smelltu hér til að hlusta á Heimavöllinn



Sandra Sigurðardóttir - Valur
Besta tímabil Söndru með Val. Var virkilega örugg á milli stanganna og fékk aðeins á sig 12 mörk, fæst allra í deildinni.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik
Vinstri bakvörðurinn efnilegi hefur slegið í gegn í sumar. Frábær bæði sóknar- og varnarlega.

Kristín Dís Árnadóttir - Breiðablik
Blikinn ungi hefur verið í miklu ábyrgðarhlutverki og leyst það vel. Grjóthörð á velli og í mikilli framför.

Guðný Árnadóttir - Valur
Hefur smellpassað inn í lið Vals á sínu fyrsta tímabili á Hlíðarenda. Örugg á boltanum og vel spilandi miðvörður.

Barbára Sól Gísladóttir - Selfoss
Geggjað sumar hjá Barbáru. Búin að bæta sig mikið varnarlega en er alltaf ógnandi fram á við líka og getur auðveldlega brugðið sér framar á völlinn.

Hildur Antonsdóttir - Breiðablik
Annað árið í röð í liði ársins. Gríðarlega mikilvægur hlekkur á miðjunni hjá silfurliði Blika.

Margrét Lára Viðarsdóttir - Valur
Landsliðskonan margreynda sneri til baka eftir meiðsli og nýtur sín í botn í holunni. Hefur dælt inn mörkum og stoðsendingum.

Dóra María Lárusdóttir - Valur
Býr yfir ótrúlegum hæfileikum og sjaldséðri yfirvegun. Algjört lím í leik Valskvenna.

Hlín Eiríksdóttir - Valur
Hennar langbesta tímabil til þessa. Skorar 16 mörk af hægri kantinum.

Elín Metta Jensen - Valur
Magnað tímabil hjá markaskoraranum. Hefur leitt sóknarlínu besta sóknarliðs deildarinnar.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Breiðablik
Tekur gullskóinn annað árið í röð og er í liði ársins annað árið í röð. Gæðasenter.

Sjá einnig:
Lið ársins 2018
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Athugasemdir
banner
banner
banner