Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. september 2021 10:34
Elvar Geir Magnússon
Ásgrímur Helgi býður sig fram í stjórn KSÍ
Ásgrímur Helgi ásamt syni sínum Haraldi Einari.
Ásgrímur Helgi ásamt syni sínum Haraldi Einari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgrímur Helgi Einarsson formaður Fram hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ fyrir aukaþingið sem haldið verður 2. október.

Hann mun hætta formennsku hjá Fram ef hann hlýtur brautargengi á þinginu.

„Ég vill leggja mitt af mörkum til þess að endurvekja traust og trú á sambandinu ásamt því að vinna að þeim fjölmörgu áríðandi málum sem framundan eru," segir Ásgrímur á Facebook síðu sinni þar sem hann tilkynnir um framboðið.

Facebook færsla Ásgríms:
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til setu í stjórn KSÍ á aukaþingi sem haldið verður 2. október nk. Ég vill leggja mitt af mörkum til þess að endurvekja traust og trú á sambandinu ásamt því að vinna að þeim fjölmörgu áríðandi málum sem framundan eru. KSÍ er samnefnari fyrir félögin í landinu og því er nauðsynlegt að starf KSÍ sé opið og gegnsætt svo félögin hafi greiðan aðgang fyrir sína rödd og skoðanir.

Hljóti ég brautargengi á þinginu mun ég hætta sem formaður knd. Fram. Það er það sem var erfiðast í ákvörðun minni en ég tel mig skilja við Fram á góðum stað og í höndunum á góðu fólki, bæði stjórn og stuðningsmönnum, FRAMtíðin er björt þar, flutningar FRAMundan og keppni í efstu deild hefst í Úlfarsárdal næsta sumar.

Ég tel að hátt í 30 ára reynsla af ýmsum störfum innan knattspyrnunnar sem þjálfari, dómari, stjórnarmaður, stuðningsmaður og foreldri geri mig að góðum kandidat til setu í stjórn KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner