Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   lau 23. september 2023 14:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnór búinn að skora sitt fyrsta mark - Lagleg afgreiðsla
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnór Sigurðsson hefur byrjað með krafti hjá Blackburn. Hann er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.


Blackburn er í heimsókn hjá Ipswich en heimamenn leiða 3-1 eftir hálftíma leik.

Ipswich komst yfir eftir aðeins tæplega fimm mínútna leik. Arnór jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar.

Hann lagði boltann framhjá markmanni Ipswich úr þröngu færi, snyrtilega gert.Athugasemdir
banner
banner
banner
banner