Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. október 2020 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Porto allt annað en sáttur við framkomu Guardiola
Sergio Conceicao
Sergio Conceicao
Mynd: Getty Images
Manchester City vann gegn Porto á miðvikudaginn í Meistaradeildinni. Porto komst yfir en City svaraði með þremur mörkum.

Sergio Conceicao, stjóri Porto, var allt annað en hrifinn af hegðun Pep Guardiola á hliðarlínunni í leiknum. Guardiola er stjóri Man City.

„Það er margt sem ég þarf að læra af Pep þegar kemur að því að pressa á dómara, hvernig hann talar við leikmenn mótherjanna og hvernig hann talar við starfslið mótherjanna," sagði Conceicao eftir leikinn á miðvikudag.

„Hann er frábær fyrirmynd. Ég verð að læra þetta," sagði Conceicao í mikilli kaldhæðni.„ Í dag vorum við algjörir englar við hlið bekksins hjá heimamönnum."

„Hann sagði að okkur nota ljót orð. Ég varð að svara honum. Hegðun og framkoma Guardiola var algjörlega óviðunandi. Og það var ekki bara Guardiola því allt starfsliðið var eins. Ef einhverjir hefðu átt að kvarta þá var það bekkurinn hjá Porto því við vorum fórnarlömbin, ekki City."

Athugasemdir
banner
banner
banner