Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 23. október 2021 11:40
Aksentije Milisic
Tveir leikmenn Gróttu æfa með Noregsmeisturunum
Mynd: Grótta
Þeir Kjartan Kári Halldórsson og Arnþór Páll Hafsteinsson eru staddir ytra og hafa æft með Bodö/Glimt að undanförnu.

Bodö/Glimt er Noregsmeistari en liðið komst heldur betur í fréttirnar í fyrradag þegar það slátraði ítalska stórliðinu AS Roma í Sambandsdeildinni. Leiknum lauk með 6-1 sigri Bodö en Kjartan og Arnþór æfðu með aðalliðinu, daginn eftir sigurinn magnaða.

„Grótta er lítið félag sem þarf að fara ótroðnar slóðir til að halda í við, og gera betur en önnur félög. Mikið fjármagn er ekki aðalatriðið í þróun ungra leikmanna og því stefnir Grótta að því að búa ungum leikmönnum sem eru að hefja sinn meistaraflokksferil besta umhverfi á landinu," sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu.

„Umræddir leikmenn geta verið uppaldir í Gróttu, lánsmenn frá öðrum félögum eða leikmenn sem við komum auga á (e. scouting) og fáum til liðs við okkur. Við viljum hjálpa ungum leikmönnum að bæta sig innan okkar raða og hjálpa þeim þannig að taka næstu skrefin á sínum knattspyrnuferli."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner